Andvari - 01.01.2003, Page 79
andvarj
HANNIBAL VALDIMARSSON
77
sem hann sagði skilið við Alþýðubandalagið sem hann hafði stofnað
1956.118 Tilraunin til að sameina alla jafnaðarmenn með Sósíalista-
flokknum hafði ekki tekist. Árið eftir stofnuðu Hannibal og Bjöm
Jónsson sérstakan þingflokk og nýjan stjórnmálaflokk sem þeir nefndu
Samtök frjálslyndra og vinstri manna.
Helsta markmið flokksins var að vinna að sameiningu allra vinstri
manna í landinu; með því að leiða saman stuðningsmenn Alþýðu-
flokksins og stærsta hluta Framsóknarflokksins og Alþýðubandalags-
ms væri hægt að mynda sterkan flokk jafnaðar- og samvinnumanna.
Fyrsta skrefið var að fella viðreisnarstjórnina. Samtökin buðu fram á
þrem stöðum í eigin nafni við kosningar til bæjarstjóma árið 1970, í
Reykjavík, Kópavogi og Akureyri. Flokkurinn fékk þokkalega útkomu
°g einn bæjarfulltrúa á hverjum stað.119 En þetta var bara byrjunin.
Samtök frjálslyndra og vinstri manna náðu góðum hljómgrunni.
Jarðvegurinn var frjór fyrir frjálslyndan vinstri flokk sem ekki var
tengdur fortíð í garði kommúnista og var laus við ábyrgð á ríkisstjóm
sem fékkst við kreppu og atvinnuleysi 1967-1970. Flokkurinn hafði á
að skipa traustum foringjum, þeim Hannibal og Bimi sem voru þekktir
fyrir fómfúst starf í þágu verkalýðshreyfingarinnar um átatugaskeið.
Fegar kom að framboði var margt skrafað.
I Reykjavík komu upp deilur um skipan framboðslista Samtakanna.
Hópur kringum Bjama Guðnason prófessor kom því til leiðar að Hanni-
Fal var hafnað sem efsta manni í Reykjavík.120 Enn einu sinni virtist
hann kominn á leiðarenda, og enn einu sinni höfðu andstæðingar hans
rangt fyrir sér. Hannibal ákvað að hans tími lifði enn. Hann hélt vestur
a æskuslóðir sínar í framboð á Vestfjörðum. Kosningabaráttan snerist
um útfærslu landhelginnar, brottför bandaríska hersins og efnahagsmál.
Hún snerist líka um gildi. Það efaðist enginn um þau gildi sem Hanni-
Fal hafði ætíð barist fyrir. Menn gátu kallað hann flokkaflakkara, ósam-
starfshæfan eða einþykkan, en heilindi hans voru ekki dregin í efa. Sagt
er fyrir vestan að fólk úr öllum flokkum hafi ákveðið að tryggja Hanni-
Fal kosningu. Vestfirska kempan mátti ekki falla. Niðurstaðan varð ein-
hver óvæntasti sigur í kosningum síðustu áratuga. Samtök frjálslyndra
°g vinstri manna á Vestfjörðum fengu fleiri atkvæði en Alþýðuflokkur-
mn og Alþýðubandalagið samanlagt. Hannibal var kjörinn þriðji þing-
tfiaður Vestfirðinga og Karvel Pálmason, verkalýðsforingi úr Bolungar-
vík í öðru sæti listans, skaust óvænt inn á þing sem uppbótarmaður.
Urslit kosninganna urðu þau að Samtökin unnu stórsigur. Þau hlutu