Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2003, Page 82

Andvari - 01.01.2003, Page 82
80 SIGURÐUR PÉTURSSON ANDVARI Eftir að Hannibal hætti afskiptum af stjómmálum árið 1974 dvaldi hann löngum á bújörð sinni í Selárdal, en hann og Sólveig áttu einnig notalegt skjól í íbúð sinni við Bogahlíð í Reykjavík. Hannibal naut hrikalegrar náttúrunnar í Selárdal, þar sem fjöllin gnæfa yfir og lýsa harðneskju og þrautseigju liðinna kynslóða sem héldu um ár og stóðu við orf. Æðaslátt þessa fólks fann Hannibal í sjálfum sér hvert sem hann fór. Hann vonaði að þróunina mætti stöðva; að byggðin héldist. Því flutti hann í sveit sem ekki var tengd rafveitukerfinu, þar sem ekki sást á sjónvarp og ekki var í sómasamlegu vegasambandi. En vonin brást. Hannibal sinnti nokkuð skriftum eftir að hann hætti opinberum störfum. Hann sat í útgáfunefnd Arbókar Barðastrandarsýslu frá 1968 og skrifaði greinar í ritið um fom höfuðból, bændur, presta og athafna- menn sem byggðu þessa sveit sem hann hafði ungur tekið ástfóstri við. Hann lést 1. september 1991, áttatíu og átta ára að aldri. í Selárdal sat fyrr á tíð lærðasti maður sautjándu aldar, séra Páll Bjömsson. Sá hinn sami og ofsótti snauðar manneskjur fyrir galdur og lét brenna á báli vegna ásakana um misgjörðir. Jarlinn í Selárdal tutt- ugustu aldar lét ekki brenna fólk eða niðurlægja fyrir trúarkreddur eða skoðanaöfgar. Baráttumál hans, mótuð á ungdómsárum, var að hver karl og kona, verkamaður, sjómaður, bóndi eða menntamaður gæti lifað lífinu af reisn. Að fólk gæti risið upp úr striti hvunndagsins og notið menntunar, frítíma og frelsis til að þroska hæfileika sína. Ekki bara fáir útvaldir, heldur allir. Það var manngildishugsjón jafnaðar- mannsins. Hannibal, nafnið sem þekkt er úr sögu Rómaveldis. Leiðtogi Kar- þagómanna sem réðst gegn ofurefli Rómverja. Herforinginn sem tókst hið ómögulega, að brjótast yfir Alpana með herflokk sinn og koma óvininum í opna skjöldu. Það minnir á nafna hans á Islandi. Baráttu- manninn, kempuna, ræðuskörunginn og verkalýðsleiðtogann Hanni- bal. Jafnaðarmanninn að vestan.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.