Andvari - 01.01.2003, Síða 105
ANDVARI
„HIÐ FAGRA, GÓÐA OG SANNA ER EITT“
103
Við ætlum ekkji, að það sje óbrigðult eínkjenni góðs skáldskapar, að hann leíði firir
sjónir „framtakssemi og kjænsku" heldur hitt, að hann samsvari kröfum skáldlegrar/eg-
urðar, og sannleikans og siðseminnar, að því leíti, sem fegurðin í snilldarverkum þarf
ætíð að stiðjast við það hvurutveggja. (Fjölnir 1838: 9; skáletrun mín, Þ.O.)
Skiptar skoðanir eru um það hver hafi samið þessi inngangsorð og hafa
fræðimenn ýmist nefnt til sögunnar Konráð, Jónas eða Tómas, en án þess að
færa óyggjandi rök fyrir máli sínu. Ovíst er líka hvort þau finnist nokkurn
tíma. Þó er skylt að geta þess að í bréfi til Konráðs frá 21. ágúst 1837 minn-
ist Tómas á ráðagerð sína að skrifa í fjórða árgang þátt „um móttöku Fjölnis
yfir höfuð og innihald, svo sem inngang til“ (223), og í öðru bréfi til Jónasar
frá 4. apríl 1838 segist hann hafa sent þeim félögum sínum slíkan inngang
(233). Það virðist því eðlilegt að eigna honum a.m.k. nokkum hlut í textanum
þótt félagar hans hafi sjálfsagt lagt sitt af mörkum, bæði efnislega og við að
fella hugmyndirnar í viðeigandi búning. Hugsunin er einnig í fullkominni
samhljóman við skrif Tómasar í Ferðabókinni. Það sem mælir helst gegn því
að eigna Tómasi innganginn er sú staðreynd að hann er ekki talinn meðal
prentaðra rita hans í Fjölni 1843 (5-6).
Hér skiptir þó mestu máli að enginn grundvallarágreiningur virðist hafa
verið milli útgefenda Fjölnis um það sem laut að eiginlegri fagurfræði, utan
hvað Tómas var algerlega á móti lúxus-útgáfu á riti sem átti að ná til almenn-
ings. Allir hafa þeir verið á einu máli um að telja skáldlega fegurð, hið sanna
og siðsamlega undirstöðuatriði raunverulegra listaverka og greina þau
þannig frá vinnu handverksmanna, bænda og sjómanna sem meti hluti og
fyrirbæri fyrst og fremst út frá notagildi þeirra. í þessu samhengi ber þó auð-
vitað að minnast þess að Fjölnir var sundurleitt rit sem innihélt fjölmargt efni
sem ekki telst til skáldskapar og lýtur þar af leiðandi öðrum lögmálum en
hann. Þar var t.d. iðulega reynt að leiða fyrir sjónir manna mikilvægi „fram-
takssemi og kjænsku“. Allir skrifuðu útgefendumir rit af slíku tagi þótt
Tómas Sæmundsson hafi verið þeirra afkastamestur - og að vísu reyndi hann
sjaldan að gæða fræðsluritgerðir sínar skáldlegri andagift, líkt og Jónas Hall-
grímsson gerði t.d. í ritgerð sinni „Um eðli og uppruna jarðarinnar“ (Fjölnir
1835: 99-129).
Evrópskar hliðstœður
Þegar rætt er um hið fagra, sanna og góða er vert að geta þess að samband
þeirra var engin einkahugmynd Tómasar Sæmundssonar eða þeirra Fjölnis-
manna. Þrenning þessi hafði þvert á móti svifið yfir vötnum evrópskrar
menningar nánast allar götur frá grískri fomöld, einkum þeim straumi heim-