Andvari - 01.01.2003, Blaðsíða 110
108
ÞÓRIR ÓSKARSSON
ANDVARI
þessu sviði en víða leynast þó athyglisverðar og stundum frumlegar tilraunir
til að varpa ljósi á eðli listaverka, fagurfræðilega ætlun og aðferð þeirra sem
sköpuðu þau og þann hátt sem hafa skal við að dæma þau og njóta þeirra. Þar
sem þessi skrif liggja á víð og dreif í tímaritum, greinasöfnum, formálum
bóka, ævi- og ferðasögum er erfitt að fá yfirsýn um umfang þeirra eða setja
þau í eðlilegt sögulegt samhengi. Islendinga hefur líka lengst af skort
menntun í þessum fræðum, auk þess sem okkur hefur verið innrætt sú skoðun
að við séum ekki ýkja miklir heimspekingar og að okkur sé öllu tamara að
segja hlutlægar sögur af einstaklingum og örlögum þeirra en láta hugann
reika um veröld óáþreifanlegra hugmynda og hugtaka. í fyrstu íslensku bók-
menntasögunni þar sem reynt er að spanna gjörvalla bókmenningu okkar,
Agripi af bókmenntasögu Islendinga (1891-1892), fullyrti höfundurinn,
Finnur Jónsson, t.d.:
Frá alda öðli hafa íslendingar sýnt að þá vantar bæði löngun til sjálfstæðra heimspeki-
legra rannsókna og hæfileika til þess. Þeir hafa að jafnaði verið vel trúaðir, en föst guðs-
trú og heimspeki fer sjaldnast saman.35
í raun og veru má segja að Tómas Sæmundsson gangi fullkomlega á svig við
allt það sem hér er sagt. Með Ferðabók sinni og ýmsum skrifum í Fjölni
hlýtur hann að teljast einhver merkasti höfundur Islendinga á 19. öld á sviði
heimspeki og fagurfræði.36 Þrátt fyrir að vera ötull boðberi almennings-
fræðslu og veltrúaður guðfræðingur og prestur birtist hann einnig sem tals-
maður fagurra lista og þess sjónarmiðs að þær séu í eðli sínu sjálfstæðar og
lúti sínum eigin markmiðum og lögum. Listaverk séu hvorki tengd nytsemi
hluta og fyrirbæra né endurspeglun raunveruleikans, náttúrunnar eða fomra
sagna. Niðurstaðan er sú að Tómas hafi verið mótaður af þeirri listfræði sam-
tímans sem kennd er við hugsæi eða jafnvel rómantík og að hann hafi átt
drjúgan þátt í því að gera Fjölni að brautryðjandaverki í íslenskri bókmennta-
37
SOgU.
TILVÍSANIR
1 Steingrímur Thorsteinsson. „Baldursbráin," Ljóðmœli. Reykjavík 1925, 286.
2Sbr. m.a. Sigurð Nordal „Stofnun Fjölnis," Skírnir 109 (1935), 136-44; Aðalgeir Kristjáns-
son. Brynjólfur Pétursson, œvi og stöif. Reykjavík 1972, 51-63; Vilhjálm Þ. Gíslason.
Jónas Hallgrímsson og Fjölnir. Reykjavík 1973, 90-98; Pál Valsson. Jónas Hallgrímsson.
Ævisaga. Reykjavík 1999, 99 o.áfr.
3 Sjá t.d. Heimi Pálsson. Straumar og stefnur í íslenskum hókmenntum frá 1550. Reykjavík
1982, 97-98; Silju Aðalsteinsdóttur. Bók af hók. Reykjavík 1993, 186; Áma Sigurjónsson.
Bókmenntakenningar síðari alda II. Reykjavík 1995, 374; Pál Valsson. „íslensk endur-
reisn,“ Islensk bókmenntasaga III. Reykjavík 1996, 298 og 300; Sama. Jónas Hallgrímsson.