Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2003, Page 117

Andvari - 01.01.2003, Page 117
ANDVARI INDRIÐI OG HEIMSFRÆGÐIN 115 Þjóðlegt leikrit! 500 króna verðlaun! Fjelag eitt í í Reykjavík býður 500 króna verðlaun fyrir nýtt, velsamið íslenzkt leikrit, í 3 til 5 þáttum, sem verið er hjer um bil 3 klukku- stundir að leika. Leikritið á að vera fullsamið og afhent meðundirrituðum Birni Jónssyni (Austurstræti 6) fyrir lok októbermánaðar þ. á., nafnlaust, en nafn höfundar fylgi í lok- uðum seðli. Yrkisefnið má vera hvort sem heldur vill úr sögu landsins fyr eða síðar eða úr daglegu lífi þjóðarinnar nú á tímum. Um meðferð efnisins er eigi annað haft í skil- yrði en að ritið miðli til að styðja það sem fagurt er og gott, og að leika megi það með vægum tilkostnaði, einkanlega til leiktjalda. Verði nokkur við áskorun þessari, velur fje- lagið - í því eru 20 menn - dómnefnd til að meta rit það eða rit þau, er verðlaun er æskt fyrir, og skal hennar dómi hlíta um greiðslur verðlaunanna þegar í stað. Hið verðlaun- aða leikrit er síðan fullkomin eign fjelagsins, og má fjenýta sjer það á hvern þann hátt sem því henta þykir. Undir þessa „áskorun“ rituðu sem sagt Bjöm Jónsson, ritstjóri ísafoldar, Þor- lákur O. Johnson kaupmaður og - Indriði Einarsson! í hópi hinna tuttugu félagsmanna voru ýmsir aðrir kunnir menntamenn, en einnig t.d. danskir kaupmenn. í desember 1890 er tilkynnt að frestur til að skila handritum hefði verið framlengdur um heilt ár eða til októberloka 1891. Satt að segja læðist að manni sá grunur, að Indriði Einarsson sjálfur hafi átt upptökin að þessari fyrstu íslensku leikritasamkeppni. Sömuleiðis, að fresturinn hafi verið fram- lengdur vegna lélegs afraksturs - eitt leikrit óhæft hafði borist í tæka tíð - og að Indriði og hugsanlega fleiri leikskáld hafi einfaldlega ekki verið tilbúin með smíðar sínar. Vitað er að fjögur verk bárust í þessa samkeppni og eitt af þeim var leikurinn Frú Sigríður eftir Indriða Einarsson. Sterkar líkur eru til að Gizur Þorvaldsson eftir Eggert Brím hafi verið eitt þessara verka, sömu- leiðis Herra Sólskjöld eftir Halldór Briem, en hvert hið fjórða var hefur ekki tekist að grafa upp.6 í dómnefndina völdust auk Bjöms ritstjóra Jónssonar Þórhallur Bjarnarson síðar biskup, Morten Hansen skólastjóri, vinsæll áhugaleikari þessara ára og skáldin Hannes Hafstein og Steingrímur Thorsteinsson. Er skemmst af því að segja, að ekkert leikritanna hlaut náð fyrir augum dómnefndar. En ef marka má Völuspána, hefur Indriði þó að minnsta kosti fengið hvatningarorð frá nefndinni. Þar kemur og fram að hann hefur leitað sér dramatúrgiskrar leið- sagnar hjá Emil Wulff, dönskum leikara, sem kom hingað með leikflokki Edwards Jensens sumarið 1893; Wulff varð síðar þekktur maður í leikhúslífi Dana og meðal annars leikhússtjóri á Friðriksbergi, þar sem hann valdi verk með íslensku efni á verkefnaskrá sína.7 Eins og við sáum hér að ofan, glímir Indriði enn við leikinn 1897 og er það þá þriðja atlagan að efninu, ef ekki sú fjórða, því í Völuspá er látið að því liggja að þá hafi hann nýlega verið að rita verkið upp, en kannski var það eftir samtöl hans við Wulff. Völuspáin kom til mín frá Agli Baldurssyni prentara, sem er áhugamaður um íslenska leik- listarsögu, og er í hans eigu, en sjálfur eignaðist hann hana á þann hátt, að hann keypti í fombóksölu. Hún er in extenso svohljóðandi:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.