Andvari - 01.01.2003, Síða 128
126
YELENA YERSHOVA
ANDVARI
Sveinn Skorri og Ármann hið þjóðemis- og fortíðartengda orð „þulur“ um
Ijóð Theodoru. Sú hugmynd að með vísunum myndi Theodora bein tengsl
milli „gömlu þulnanna“ og samtíðarkveðskapar sést enn glöggt í báðum
greinunum. T. d. segir Ármann:
Meginorsök þess að Theodora hrífist af þulum Huldu er að hún tekur fom stef og vefur
um þau „léttan hjúp“. Þannig sameinar hún foman menningararf og heimsmynd frá upp-
hafi 20. aldar. í þulum hennar mætist gamalt og nýtt, þær vísa út fyrir sjálfar sig og
auðgast á nýju samhengi.15
Margt af því sem hér segir um tengsl milli gamallar menningar og nýrrar í
þululjóðum Huldu og Theodoru (og fleiri höfunda, t. d. Ólínu Andrésdóttur)
er vissulega satt og rétt. Hitt er spuming, hversu stórt hlutverk „gömlu þuln-
anna“ í þessum menningartengslum er í raun og veru og hvort „þululeg“ ljóð
Huldu, Theodoru og fleiri skálda geta borið þulunafn (og jafnvel þululjóða-
nafn) með réttu.
Þeir sem fjalla um skyldleika þululjóða og „gömlu þulnanna“ leggja
einkum áherslu á þrennt: laust form (einfalt rím, óreglulega stuðlun), vísanir
í „gömlu þulumar“ og heimsmynd þulna, þ.e.a.s. hvemig þulumar lýsa heim-
inum og skapa þar með sjálfstæða veröld. Hér á eftir verður fjallað um þessi
þrjú atriði hvert fyrir sig; en byrja skal á því að ganga úr skugga um hvað
ofangreindir höfundar eiga við með orðunum „gömlu þulumar“.
„Gömlu þulurnar“ íslensku
Merking orðsins „þula“ hefur aldrei verið í föstum skorðum, hvorki á fyrri
öldum né í nútíð, í fræðilegri umræðu né á almanna vörum. í nútímafræðum
er orðið notað um tvö mjög ólík fyrirbæri: s. k. „fomar þulur“ og s. k. „þulur
síðari alda“ (eða ,,síðmiðaldaþulur“). „Fornar þulur“ eru aðallega kölluð þau
kvæði sem varðveittust í og aftan við Skáldskaparmál og í Eddukvœðum,
t. d. í Grímnismálum (þula nafna Óðins) eða Völuspá (erindin sem geyma
nöfn dverga).16 Öll eru þau undir föstum bragarháttum: fomyrðislagi eða
ljóðahætti, eða þá dróttkvæðum hætti.17 Óvíst er um höfunda þessara þulna,
en af formi þeirra að dæma eru þær höfundaverk fremur en þjóðkvæði.
Þessar þulur eru skilgreindar sem „ramser i metrisk form, de fleste bevart i
SnE som supplement til avsnittet om heiti, dvs. synonymer".18
Með orðinu „síðmiðaldaþulur“ er hins vegar átt við þau þjóðkvæði sem
voru í umferð á 15. til 19. öld og jafnframt á 20 öld.19 Besta nútímaskilgrein-
ingin á þulum síðmiðalda er eftir Jón Samsonarson; hún er svohljóðandi: