Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2003, Side 132

Andvari - 01.01.2003, Side 132
130 YELENA YERSHOVA ANDVARI ágæta kvæði með fagurri hrynjandi, og notaði síðan formið í kvæði sitt. Þar sem samtíðarmenn hennar þekktu kvæðið „Draumur“ sem þulu, og líka vegna beinnar vísunar í aðra þulu í sama safni, fékk kvæðið „Ljáðu mér vængi“ þulunafn. En ekki er sagan þar með öll. „Ljáðu mér vængi“ var fyrsta fræga þululjóðið sem komst á prent; þeir eða fremur þær sem hrifust af kvæðinu fóru fyrir sitt leyti að herma eftir því - ekki síst eftir forminu sem varð í almennu áliti að e. k. „klassísku þuluformi“, þó að fátt „þululegt" sé í því, eins og hér hefur verið sýnt fram á. Um það bera vott fjölmörg þululjóð með sömu sniði sem birtast á 20. öld.34 Sams konar hugmyndir um „klass- íska þuluformið“ má jafnvel finna í nýlegum bókmenntasögum.35 Af þessu má draga eftirfarandi ályktun: Skáldkonur í byrjun 20. aldar kærðu sig líklega ekki eins mikið um að fylgja raunverulegu þuluformi og þær vildu vera láta. Skýringin á því er væntanlega sú að form „gömlu þuln- anna“ var óvandað, „þeirra vængir voru bæxlaðir og skörðóttir“, eins og Þor- steinn Erlingsson segir í sínum pistli sem vitnað var í hér að framan. Ný- rómantískum skáldum, þ. á m. skáldkonum, fannst hins vegar mikið koma til forms sinna ljóða, nánara til tekið, „hins ómræna“, eða „hljómlistar orðanna“ í ljóðum, og þess vegna vanda þau formið eftir bestu getu.36 í þeirra eyrum hljóma þeir þuluhlutar og þau „þululeg" kvæði best sem eru regluleg og standa þannig nær hefðbundnu bragformi, hversu þversagnakennt sem þetta kann að hljóma, enda talið að markmið nýrómantískra skálda sé einmitt að „losa um fjötra hins hefðbundna bragforms"!37 Það var kappsmál fyrir nýrómantísk skáld að losna undan hefðbundnu bragformi, sem var of strangt og fjötrandi, og er Hulda oft talin brautryðjandi í baráttunni við hefðbundna formið. Þorsteinn Erlingsson segir m. a.: „...þetta [er] sú djarfasta rímbreyting, sem jeg hefi séð á mínum dögum. Það eru gömlu þulurnar, en orðnar ungar í annað sinn...“38 Peter Carleton nefnir einnig Huldu meðal fyrstu formbyltingarskálda í íslenskum kveðskap og segir að hún „hafi sameinað áhrif frá erlendum bókmenntum og íslenskri þjóðkvæðahefð þegar hún endurvakti þuluformið...“39 Orð Þorsteins um „djörfustu rímbreytingu“ og Peters um sameinuð áhrif frá erlendum bók- menntum og íslenskri þjóðkvæðahefð standast; hitt er annað mál að hlutverk þulna í þessari „mildu formbyltingu" var, bragfræðilega séð, ekki ofurstórt. Fátt kom í kvæði Huldu og Theodoru beint úr „ekta“ þulum, en töluvert úr annars konar þjóðkveðskap.40 Öðru máli gegnir um menningarpólitískt hlutverk síðmiðaldaþulna í „mildu formbyltingunni“, en þær komu nýrómantískum skáldum í góðar þarfir sem pólitískt tæki. „íslenskt brageyra“ var mjög viðkvæmt fyrir minnstu frávikum frá hefðbundnum bragarháttum á þeim árum,41 og því var ekki auðsótt að leiða frjálslegar bragnýjungar, sem höfðu komið fram í erlendum kveðskap, inn í íslenska Ijóðagerð. Hulda notar „gömlu þulumar“, \
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.