Andvari - 01.01.2003, Page 158
156
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
ANDVARI
Reyndar liggur það í eðli prósaljóðs að umdeilanlegt er hvað rétt er að
kalla því nafni. Það liggur á mörkum bókmenntagreina, hefur engin ótvíræð
landamæri, og þegar öllu er á botninn hvolft skiptir kannski ekki höfuðmáli
hvort texti er kallaður ljóð eða eitthvað annað. Slíkt verður heldur ekki
ákveðið í eitt skipti fyrir öll, og söguleg sjónarmið skipta auðvitað máli. Þó
hlýtur alltaf að vera mikilvægt að gera sér grein fyrir eðlismun á einstökum
tegundum bókmennta þegar verið er að fjalla um skáldskap.
Hér er ekki ætlunin að rekja sögu prósaljóða á íslensku. Ég vil þó láta í
ljósi þá skoðun mína að sú tegund þeirra sem Sigfús Daðason yrkir í Ljóðum
1947-1951 og síðar, komi varla fram fyrr en með Þorpinu eftir Jón úr Vör
árið 1946. í þeirri bók eru bæði fríljóð og prósaljóð þó uppsetning villi
nokkuð um. Lítum á eftirfarandi texta (ég leyfi mér þá ósvinnu hér að breyta
uppsetningu skáldsins lítillega til þess að ljósara verði að um prósaljóð er að
ræða):
Faðir minn
Faðir minn hefur setið í fimmtíu ár við skóaraborðið sitt og sólað fyrir
þorpið, frá þeirri tíð er bæði hans böm og annarra gengu á roðskóm, sem
brunnu í sundur í sjávarseltunni, og fram á þennan dag. Og hendur föður
míns urðu svo svartar og harðar, að hann varð að hafa þær í vösunum, þegar
hann fór til kirkju með konu sína og bamaskara. Hann þekkir alla skó
þorpsins og veit hvemig það treður.
Konur
Konur, sem bera mjólkurkönnu undir svuntu sinni í hús nágrannans, þegar
böm eru veik,
konur, sem lauma í rökkrinu nýskotnum fugli eða fiskspyrðu inn um
eldhúsgætt grannkvenna sinna, ef farið hefur verið á fjörð,
konur sem senda börn sín til að segja: Ekki vænti ég, að þú búir svo vel, að
þú getir lánað henni mömmu hálfan bolla af brenndu kaffi,
konur, sem rífast síðan næsta dag út af hænsnunum eða börnum sínum og
sættast á morgun,
góðar konur.
Hér er eitthvað nýtt á ferðinni. Þó að orðaforði sé einfaldur og nánast án
myndlíkinga er í textunum ljóðræn spenna. Þeir eru þéttir í sér, afmarkaðar
heildir, og í bæði skiptin lokar niðurlagið ljóðinu eftirminnilega.
Stefán Hörður fer að birta prósaljóð í tímaritum á sjötta og sjöunda áratug
aldarinnar og nær í þeim frábærum árangri, til dæmis í þessu ljóði: