Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2003, Page 158

Andvari - 01.01.2003, Page 158
156 ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON ANDVARI Reyndar liggur það í eðli prósaljóðs að umdeilanlegt er hvað rétt er að kalla því nafni. Það liggur á mörkum bókmenntagreina, hefur engin ótvíræð landamæri, og þegar öllu er á botninn hvolft skiptir kannski ekki höfuðmáli hvort texti er kallaður ljóð eða eitthvað annað. Slíkt verður heldur ekki ákveðið í eitt skipti fyrir öll, og söguleg sjónarmið skipta auðvitað máli. Þó hlýtur alltaf að vera mikilvægt að gera sér grein fyrir eðlismun á einstökum tegundum bókmennta þegar verið er að fjalla um skáldskap. Hér er ekki ætlunin að rekja sögu prósaljóða á íslensku. Ég vil þó láta í ljósi þá skoðun mína að sú tegund þeirra sem Sigfús Daðason yrkir í Ljóðum 1947-1951 og síðar, komi varla fram fyrr en með Þorpinu eftir Jón úr Vör árið 1946. í þeirri bók eru bæði fríljóð og prósaljóð þó uppsetning villi nokkuð um. Lítum á eftirfarandi texta (ég leyfi mér þá ósvinnu hér að breyta uppsetningu skáldsins lítillega til þess að ljósara verði að um prósaljóð er að ræða): Faðir minn Faðir minn hefur setið í fimmtíu ár við skóaraborðið sitt og sólað fyrir þorpið, frá þeirri tíð er bæði hans böm og annarra gengu á roðskóm, sem brunnu í sundur í sjávarseltunni, og fram á þennan dag. Og hendur föður míns urðu svo svartar og harðar, að hann varð að hafa þær í vösunum, þegar hann fór til kirkju með konu sína og bamaskara. Hann þekkir alla skó þorpsins og veit hvemig það treður. Konur Konur, sem bera mjólkurkönnu undir svuntu sinni í hús nágrannans, þegar böm eru veik, konur, sem lauma í rökkrinu nýskotnum fugli eða fiskspyrðu inn um eldhúsgætt grannkvenna sinna, ef farið hefur verið á fjörð, konur sem senda börn sín til að segja: Ekki vænti ég, að þú búir svo vel, að þú getir lánað henni mömmu hálfan bolla af brenndu kaffi, konur, sem rífast síðan næsta dag út af hænsnunum eða börnum sínum og sættast á morgun, góðar konur. Hér er eitthvað nýtt á ferðinni. Þó að orðaforði sé einfaldur og nánast án myndlíkinga er í textunum ljóðræn spenna. Þeir eru þéttir í sér, afmarkaðar heildir, og í bæði skiptin lokar niðurlagið ljóðinu eftirminnilega. Stefán Hörður fer að birta prósaljóð í tímaritum á sjötta og sjöunda áratug aldarinnar og nær í þeim frábærum árangri, til dæmis í þessu ljóði:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.