Andvari - 01.01.2003, Síða 160
158
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
ANDVARI
XX
Ó forlátarammi hrunins heims, ó brostnu bönd, ó miskunnarlauusi tími!
Úr Fám einum Ijóðum
Bernska II
Hann var ógæfumaður.
Nýtt líf
Nýtt líf! Nýtt líf! Nýtt líf!
Reyndar enda mörg önnur ljóð Sigfúsar á svipaðan hátt, með eftirminnilegri,
afdráttarlausri setningu. Okkur finnst það ekki nema eðlilegt, það eykur á
þéttleika ljóðsins og við erum alvön því að ljóð endi þannig. En það er eins-
og áhrifin verði önnur og meiri þegar prósi endar með þessum hætti, og þetta
- með öðru - gerir prósann að ljóði. Eftilvill má segja að það einkenni prósa-
ljóð Sigfúsar fremur en samskonar ljóð margra annarra skálda að þau eru
mjög greinilega prósi og Ijóð í senn, og halda vel eigindum beggja þessara
ólíku greina. Þetta er einkar skýrt í fimmta ljóði Handa og orða: „Foli að
norðan ...“, sem fjallað verður um hér á eftir.
Hver má þá telja helstu einkenni á prósaljóðum Sigfúsar Daðasonar?
1. Þau eru stutt og textinn þéttur, án málalenginga, útúrdúra eða útlistana
sem tíðkast í öðrum tegundum prósa. Skilgreiningin ,stuttur texti‘ er að
sjálfsögðu afstæð, en þessi ljóð Sigfúsar eru öll nema eitt minna en ein
blaðsíða.
2. Þau eru afmörkuð heild, lokuð eining; hafa stundum hringlaga bygg-
ingu, bíta í skottið á sér.
3. Þau eru byggð með þeim hætti að þau búa yfir innri spennu, spennu
hugmynda og geðhrifa. Með ,spennu‘ er átt við að í þeim er drama-
tískur þáttur, einhver innri (innibyrgð) togstreita eða átök.
4. Málfarið getur verið ljóðrænt eða prósaískt eftir atvikum, en ,skáld-
legar‘ hamfarir - á borð við „norðurljósin þjóta með flogagullslit og
eldkvikum geislabrotum í neðstu byggðum loftsins“ - eiga þar ekki
heima.21
Þéttleiki, afmörkun, spenna: þetta þrennt einkennir velflest prósaljóð Sig-
fúsar. Það varðar bæði byggingu þeirra og inntak sem ekki eru aðskildir
þættir heldur órofa heild. Einu atriði má bæta við, en það er að staðsetning í
rúmi og tíma er yfirleitt fremur óljós. Þau einkenni sem hér hafa verið talin
skilja prósaljóð Sigfúsar í senn frá ljóðrænum prósaþáttum, oft löngum og
lausbyggðum, og frá stuttum frásögnum er lýsa ytri atvikum og oft eru skýrt