Andvari - 01.01.2003, Side 163
ANDVARI
UM PRÓSALJÓÐ SIGFÚSAR DAÐASONAR
161
IV
Árum saman hafðirðu ætlazt til einhvers af endurminningunni. Þú hélzt að
hún væri almáttug, þú hélzt að hún mundi vinna óútskýranleg stórvirki. En
einn dag varð þér traust þitt grunsamlegt. Hún sagði þér til dæmis að endur
fyrir löngu hefðirðu leikið þér ásamt öðrum bömum að seglbátum við árós
... undir flóð ... Ó hvílíkt sjónhverfingaspil endurminningarinnar: hvít lér-
eftssegl og spegilsléttur árós og bráðum byrjaði að falla út. En smámsaman
sannfærðist þú um að það hafði ekki verið flóð, að árósinn hafði ekki verið
sléttur sem spegill, að bátamir höfðu ekki verið seglbátar; að þú hafðir
aldrei leikið þér að seglbátum við árós. Lengi veittirðu þeirri vitneskju mót-
spymu, þó öll rök mæltu í gegn hinni auvirðilegu blekkingu endurminning-
arinnar, blekkingunni sem þú hafðir löng ár verið svo huglaus að færa líf
þitt að fóm.
Þetta prósaljóð er annað af tveimur í Höndum og orðum sem fjalla um endur-
minningar. Einsog allur skáldskapur er ljóðið smíðisgripur, bygging úr
orðum. Málfærið er látlaust en ýmis stflbrögð svosem endurtekningar og
hliðstæður eða breytileg setningahrynjandi bera vott um nákvæma skipu-
lagningu. í uppbyggingu virðist ljóðið reyndar fylgja munstri klassískrar
ræðulistar, og samkvæmt því má skipta því í fjóra hluta sem þá væru: 1. Inn-
gangur (exordium) - „Árum saman ... stórvirki“, 2. Málsatvik (narratio) -
„En einn dag ... falla út“, 3. Rökfærsla (argumentatio) - „En smámsaman ...
við árós“, 4. Lokaorð (peroratio) - „Lengi veittirðu ... að fóm“. Engan veg-
inn er þó víst, og jafnvel ósennilegt, að skáldið hafi vísvitandi verið að leggja
sig eftir slíku byggingarlagi þó sú hafi orðið útkoman.
En ljóðið er einnig athöfn og sem slíkt hefur það áhrif og afleiðingar einsog
aðrir gjömingar. Það sundrar fyrir augum okkar þeirri byggingu sem endur-
minningin hafði hlaðið. í upphafi ljóðsins er lýst trausti sem borið var til
endurminningar en í lok þess er niðurstaðan orðin að sú endurminning sé
,auvirðileg blekking1. Á milli þessara póla ljóðsins fer gagnger endurskoðun
fram. Ef hugtakið dekonstrúksjón eða sundurbygging (sem ég kýs að kalla svo
fremur en afbyggingu) væri ekki umþaðbil jafn-fmmspekilegt, órætt og alhæf-
andi og hinn altæki Andi Hegels, mætti nota það hér í alveg óbrotinni merk-
ingu um það hvemig endurminningin leysist upp, byggir sjálfa sig í sundur.
í orði kveðnu fjallar ljóðið einungis um endurminninguna, brigðulleika
hennar og blekkingar. „Þú hélzt að hún væri almáttug, þú hélzt að hún mundi
vinna óútskýranleg stórvirki.“ En eftilvill hefur það dýpri merkingu, sumsé
þá að ástæða sé til að efast um flest það sem við höfum trúað eða teljum
okkur vita hvað best. Og kvæðið lýsir þá einmitt hvemig traust okkar á því
sem við töldum okkur vita verður smámsaman grunsamlegt, hvemig við
förum að efast og hljótum að gefa blekkinguna uppá bátinn.
Hitt minningakvæðið í Höndum og orðum er líkt um sumt en um annað