Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2003, Page 167

Andvari - 01.01.2003, Page 167
ANDVARI UM PRÓSAUÓÐ SIGFÚSAR DAÐASONAR 165 Að lokum skulum við líta á eftirfarandi ástarljóð: IX Hin mikla gleði: að vita ekki þegar þú tókst í hönd mína hvort þú tókst í hönd mína - eða hvort hendur okkar væru aðeins hendur - þegar við töluðum saman: að vita ekki hvort við töluðum saman - eða hvort orð okkar væru aðeins orð. Og hin mesta gleði þegar sá tími kom að við vissum að hendur okkar og orð voru lifandi og fullkomin en ekki aðeins hendur og ekki aðeins orð. Eðlilegt er að kalla níunda ljóðið prósaljóð, þótt varla sé fráleitt heldur að líta á fyrrihluta þess sem fríljóð, og einingar hans þá sem ljóðlínur. Það er þó ekki nauðsynlegt, og auk þess ástæðulaust að gera ráð fyrir ,hreinleika‘ þessara tegunda. Ljóðið fjallar um upphaf ástar og staðfestingu hennar, og þó það sé nafn- laust má það með nokkrum rétti kallast titilljóð bókarinnar Hendur og orð. Því orðin ,hönd‘ og ,orð‘ eru ofin í textann og bera hann uppi: aðferðin er flétta einsog í ljóðinu hér á undan. Þetta ljóð er þó einnig byggt á hinni dramatísku aðferð ,spenna - lausn‘ einsog fram kemur í orðunum „Hin mikla gleði - „Og hin mesta gleði ...“. Þó að ljóðið fjalli um ástina kemur það orð eða önnur slík ekki fyrir í text- anum, enda er hann gott dæmi um þá skáldskaparaðferð sem T.S. Eliot kall- aði ,hlutlæga samsvörun1 við tilfinningar og geðhrif. Það er að segja, að verkið þyrfti sjálft að hafa að geyma „hluti, ástand, eða röð atburða“ sem gæti framkallað þau geðhrif sem skáldið vildi tjá.27 Þráttfyrir þetta er ljóðið afar ólíkt skáldskap Eliots, sem lítt kvað ástarljóð, en tónn þess, tær einfaldleiki málsins, vísunin til handa elskendanna, orða þeirra og gleðinnar sem ástin veitir - allt sver þetta sig í ætt við ljóð Eluards. * Ég hef nú fjallað nokkuð um prósaljóð Sigfúsar Daðasonar almennt og Ijóðin í annarri bók hans Höndum og orðum (1959) sérstaklega, og læt hér staðar numið. Prósaljóðin eru afar mikilvægur þáttur í skáldskap Sigfúsar. Af 127 kvæðum hans eru átján prósaljóð, og mörg þeirra má að mínum dómi telja til bestu ljóða hans. Prósaljóð er að finna í öllum ljóðabókum hans nema Provence í endursýn. Flest eru þau í Höndum og orðum, eða átta, og næsta bók, Fá ein Ijóð, byrjar á fjórum prósaljóðum (þar af er ein þýðing) og endar á tveimur. Greinilegt er að Sigfúsi hefur fundist ljóð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.