Andvari - 01.01.1882, Page 78
74
Um
jarðskjálftanna eru miklu ofar í jarðarskorpunni, en menn
höfðu fyr ímyndað sér. Upptök jarðskjálftans í Neapel
1857 voru IV2 mílu niðri í jörðunni, jarðskjálftans á
Miðþýzkalandi 1872 2z/b úr mílu og upptök jarðskjálft-
ans í Belluno 1872 voru eigi dýpra en eina mílu.
Mallet hefir með rannsöknum sínum og tilraunum
fundið hve lengi jarðskjálftabylgjurnar eru að fara eptir
hverri sérstakri bergtegund; þær fara t. d. á hverri
sekúndu 798 fet í blautum sandi, 1268 fet í sprungnu
granít, 1615 fet í þéttu granít 0g 960 fet í beygðum
leiríiögum. getur braðinn verið nokkuð breytilegur
eptirstyrk jarðskjálftans ogýmsum kringumstæðum. Hraði
landskjálftans getur eins og fyr hefir verið áminnzt
breyzt nokkuð eptir byggingu jarðlaganna og landslagi.
jþar sem í jörðu cr ein bergtegund þétt og föst, fara
bylgjurnar reglulegast og harðast, séu sprungur í jarð-
veginn fara bylgjurnar harðar fram með þeim en yfir
þær og það jafnvel harðar en í þéttu og föstu bergi.
Breiðar sprungur fullar af sandi eða iausagrjóti geta
stundum alveg hindrað hreyfinguna. Við fjallgarða kast-
ast bylgjurnar opt til baka eins og ljósgeislar frá
spegli. Bæir, sem iiggja á einstökum hæðum, hristast
opt fjarskalega, en opt ber það við í djúpum dölum, að
þó sú hlið, sem nær er miðpúnkti jarðskjálftans, verði
fyrir miklum hreyfingum, þá finnst ekkert til þeirra hinu
megin.
jpess hefir verið getið hér á undan, hve miklar breyt-
ingar á lögun og hæð landanna geta orðið við jarð-
skjálfta og sést það bezt á jarðskjálftunum í Chile 1822,
1835 og 1750, þá hófst ströndin um 24 fet, og í Cutsch
við Indus. fannig geta strendur landanna á nokkrum
mannsöldrum tekið ýmsum breytingum við iðuga jarð-
skjálfta, en menn hafa og séð, að strandir, sjáfardýpi
og hæðir geta breyzt töluvert hægt og hægt á löng-
um tíma, án þess það verði við snögga kippi. þ>ó