Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 33

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 33
RANNVEIG A. JÓHANNSDÓTTIR fram áhyggjur af þeirri hættu að ekki væri komið til móts við hvert barn í kennslu eins og ætlast er til opinberlega. Undir þetta er hægt að taka og benda á að í Aðal- námskrá grunnskóla er sagt að kennarar þurfi að kynnast hverju barni og að barnið verði að finna að skólinn taki við því á eigin forsendum (bls. 24-26). Til umhugs- unar er í þessu samhengi sú mikla breyting sem verður hjá barni þegar það hættir í leikskóla og byrjar í grunnskóla. Munurinn er of mikill þar sem barnið hefur á þessum aldri enn ríka athyglisþörf og þarfnast hjálpar og stuðnings fullorðins í ríkum mæli við það sem það tekur sér fyrir hendur. Munurinn hefur auk þess áhrif á málþróun þar sem málnotkun er önnur í stórum hópi en litlum. Ábyrgð kennara á móðurmáli var meðvituð og skýr og tók til þess að efla málörvun í tengslum við lestrarnám og að kenna börnum að lesa. Kennarar höfðu mikla ábyrgðartilfinningu gagnvart því að kenna lestur og gerðu kröfur til sjálfra sín um að alltaf væri hægt „að gera betur" í kennslunni. Hvers vegna lestrarkennsl- an skipaði svo stóran sess sem raun var á, er ekki auðvelt að geta sér til um. Vænt- ingar barnanna sjálfra og foreldra um að börnin lærðu fljótt að lesa geta haft þar áhrif. Spyrja má hvort skýringar sé einnig að leita í þeirri aðstöðu kennarans að hann ber einn alla ábyrgð á kennslunni. Ástæða er til að ætla að kennarar þyrftu að hafa tækifæri til að deila starfi sínu meira með öðrum kennurum. Þá skapast annars konar grundvöllur til að meta eigið starf. Niðurstöður sýndu að samstarf við aðra kennara í skólunum varðaði ekki kennslu hjá hverjum og einum heldur heildar- skipulag kennslu í árgangi. Starf kennaranna var fólgið í því að reyna sífellt að brúa bilið á milli einstakl- ings og heildar. Þeir reyndu að gefa af sér við hvern og einn eftir mætti en samtímis halda uppi kennslu og hafa stjórn á öllum bekknum. Oft var aðdáunarvert að verða vitni að því hvernig tókst til. LOKAORÐ Þessi rannsókn var gerð til að kanna svið sem hafði ekki áður verið athugað hér á landi og varðaði örvun og þjálfun móðurmáls hjá elstu börnum í leikskóla og byrj- endum í grunnskóla. Rannsóknin hefur leitt í ljós mörg athyglisverð atriði er tengj- ast móðurmáli og þjálfun þess, ásamt mikilvægum skoðunum starfsfólks á ýmsu er snertir starf þess. Einnig hafa fengist ómetanlegar upplýsingar um starfið á skóla- stigunum og hvað börn eru að gera á hvoru stigi um sig. Eigindleg rannsóknaraðferð var valin þar eð ég kaus að skoða nákvæmlega það sem var athugað en ekki höfða til fjölda eða alhæfingar. Gögnin eru takmörkuð við tvo skóla á hvoru skólastigi og talað var við ellefu einstaklinga. Byggt er á tvennu hvað þetta varðar, annars vegar á vettvangsnótum þegar ég var sjálf á vettvangi og hins vegar á því sem kennarar töldu sig gera og kom fram í viðtölunum. Reynt var að fá sem sannasta mynd af því sem gerðist út frá þessu tvennu. Allar mínar niður- stöður takmarkast af þessu. Spurningarnar sem ég lagði upp með byggðust á langri starfsreynslu í grunn- skóla. Skilningur minn á námi og kennslu fyrir börn á þessu reki breyttist hins veg- ar mikið við að vinna að þessari rannsókn og fá innsýn í starf á tveimur mismun- 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.