Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 40

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 40
LEIKSKÓL! FYRIR ALLA? tunga, litarháttur og opinber kynhneigð foreldra eða forráðamanna er fjölskrúðugri en fyrr. Aðstæður barnahópsins, sem notar leikskóla Dagvistar barna, hafa því lík- lega aldrei verið jafn margbreytilegar og nú.4 Aðstæður á vinnumarkaði breyttust á tímabilinu. Þar fór saman samdráttur á vinnumarkaði, lág laun og vaxandi ótti við atvinnuleysi. Giftar konur voru í vax- andi mæli komnar út á vinnumarkað, vegna aukinnar menntunar og til að afla heimilinu viðbótartekna, en á áratugnum 1986-1996 bættu margar konur, sem það gátu, við sig vinnu, ekki síst mæður ungra barna. (Landshagir ... 1996, Vinnumarkað- ur 1996). Eftirspurn eftir leikskólaplássum hefur því verið mikil og vaxandi á ára- tugnum og leikskólakerfið þanist út.5 Lög og reglur sem varða leikskóla hafa breyst. Árið 1986 störfuðu dagvistar- stofnanir eftir lögum um byggingu og rekstur dagheimila fyrir börn frá 1976 (nr. 112/1976), en ný lög voru í undirbúningi. Fyrsti vísir að aðalnámskrá fyrir leik- skólastigið kom út 1985, Uppeldisáætlun fyrir dagvistarheimili - markmið og leiðir. Ný lög um leikskóla voru sett 1991 (nr. 48/1991). Þau voru svo endurskoðuð 1994 (nr. 78/1994) og löguð að nýju fyrirkomulagi í verkaskiptingu milli ríkis og sveitar- félaga. Með lögunum frá 1991 varð grundvallarbreyting á skilgreiningu löggjafa og stjórnvalda á markmiðum leikskóla. Þar er í fyrsta sinn skýrt kveðið á um tvennt: að leikskólinn sé fyrsta skólastig í skólakerfinu, og að leikskólinn skuli vera fyrir öll börn.6 Árið 1993 var Uppeldisáætlunin endurskoðuð en hún er ígildi aðalnámskrár fyrir allt forskólastigið (börn sex mánaða til sex ára). Þá gera leikskólalögin ráð fyrir stofnun þróunarsjóðs til styrktar þróunarstarfi og rannsóknum á leikskólum. Þar með hefur skapast áður óþekktur grunnur fyrir faglega eflingu leikskólanna og árangursríkara starf með hinum mörgu og ólíku börnum og foreldrum sem þar koma við sögu. Loks má nefna þrennt sem hefur breyst á áratugnum og skiptir máli fyrir störf með börnum með sérþarfir. I fyrsta lagi hafa breyttar aðstæður á vinnumarkaði hagað því svo að fleiri starfsmenn Dagvistar barna eru í fullu starfi 1996 en 1986, en færri í hálfu starfi eða minna. Þótt enn sé mikil hreyfing á starfsfólki á leikskólum frá ári til árs, þá eflir þetta stöðugleika í daglegum rekstri til muna, a.m.k. frá sjón- arhóli barnanna. Allt bendir einnig til þess að auðveldara hafi verið að manna leikskólana hæfu fólki 1996 en 1986. (Sjá Dóru S. Bjarnason 1998). í öðru lagi hefur sérdeild fyrir fötluð börn á Múlaborg verið lögð niður, fötluð börn og sérhæft starfsfólk er þó enn á Múlaborg, og tveir leikskólar borgarinnar hafa byggt upp aðstæður til sameiginlegs uppeldis fatlaðra og ófatlaðra barna 4 Þetta er einkenni á flestum dagvistarstofnunum (og skólum) f samtfma. Sjá t.d. Swick o.fl. 1995, Blankenhorn 1995. 5 Árið 1986 rak Dagvist barna í Reykjavík 48 dagvistarstofnanir fyrir forskólabörn, 18 dagheimili, 17 leikskóla og 12 blandaðar stofnanir. Árið 1987 voru 1183 heilsdagspláss og 2505 hálfsdagspláss á dagvistarstofnunum á vegum borgarinnar. Tíu árum síðar rak Dagvist bama 64 leikskóla með 5400 plássum. 6 Þótt forskólabörn séu ekki leikskólaskyld, sækja flest börn á höfuðborgarsvæðinu leikskóla um lengri eða skemmri tíma áður en grunnskólinn tekur við. Réttur fatlaðra barna og barna með sérþarfir er tryggður í lögunum, sbr. 15. grein laga um leikskóla (nr. 78/1994), en þar segir: „Börn á leikskólaaldri sem vegna fötlunar, tilfinningalegra eða félagslegra erfiðleika þurfa sérstaka aðstoð og þjálfun, eiga rétt á henni innan leikskólans eða undir handleiðslu sérfræðinga." 38
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.