Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 41

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 41
DÓRA S. BJARNASON (Hjördís B. Gunnarsdóttir 1994, Jónína Konráðsdóttir 1994 og 1997). Fá fötluð börn voru vistuð í almenna dagvistarkerfinu fyrir 1985, en síðan hefur þeim fjölgað og mörg mikið fötluð forskólabörn sækja nú leikskólann í hverfinu sínu.7 Síðast en ekki síst hefur Sálfræði- og sérkennsludeild Dagvistar (Sos) vaxið fiskur um hrygg á tímabilinu.8 Fjallað verður ítarlegar um þær breytingar á öðrum vettvangi en hér er látið nægja að benda á að árið 1986 hafði Sos lítið fé og mannafla, en verkefnin hrúguðust upp. Við þetta bættist að verkaskipting milli Greiningarstöðvar ríkisins, sem var í mótun, og Sos var óljós og umdeild. Þetta ár var Sos fáliðuð og innan hennar voru ólíkar faglegar áherslur. Allt þetta breyttist á áratugnum og 1996 byggðist deildin á samvinnu fagmanna á ýmsum sviðum sálfræði og sérkennslu. Breytingar hafa ekki aðeins orðið í umhverfi leikskólanna, heldur einnig í heimi uppeldis- og kennslufræða þennan áratug (sjá Dóru S. Bjarnason 1998). Að öllu þessu samanlögðu, var forvitnilegt að athuga hvort viðhorf starfsfólks Dagvistar og hugmyndir þess um sameiginlegt uppeldi fatlaðra og ófatlaðra barna hefðu breyst á umræddu tímabili. KYNNING Á RANNSÓKN Spurningakönnun var lögð fyrir allt starfsfólk Dagvistar barna í Reykjavík sem vann við uppeldisstörf í nóvember 1986. Hún var síðan endurtekin í febrúar og mars 1996. Viðfangsefni könnunarinnar flokkaðist í þrennt: 1. Viðhorf starfsfólks til sameiginlegs uppeldis fatlaðra og ófatlaðra barna á leikskólum og hugmyndir þess um vinnubrögð þar að lútandi. 2. Mannafli Dagvistar barna (menntun, starfsreynsla, vinnutími og fleira). 3. Starfsgleði starfsfólks, viðhorf þess til vinnu og skipulags á leikskólun- um. Flestar spurningar voru hinar sömu í báðum könnunum, að því undanskildu að 1996 var sleppt nokkrum spurningum úr fyrri könnun sem ekki veittu nægilega skýr svör og orðalagi var breytt í öðrum spurningum í Ijósi breytinga á lögum um leikskóla (frá 1991). Þar sem starfsheitin fóstra og forstöðumaður voru notuð í fyrri könnun voru starfsheitin leikskólakennari og leikskólastjóri notuð í hinni síðari. Þá var sérstökum spurningum, sem beint var til forstöðumanna í fyrri könnun, sleppt í hinni síðari. Hér verður fjallað um svör við sex þeirra spurninga sem varða viðhorf til sam- eiginlegs uppeldis fatlaðra og ófatlaðra barna og þau borin saman milli kannana. Þessar sex spurningar er að finna í viðauka hér á eftir. 7 Ekki hafa fundist tölulegar upplýsingar um fjölda fatlaðra barna í dagvistarkerfi borgarinnar fyrir 1987, en það ár eru 49 alvarlega fötluð börn vistuð þar (á leikskólum og dagheimilum), 35 börn með meiriháttar fötlun og 67 börn með léttvæga fötlun. Þessir flokkar samræmdust reglum menntamálaráðuneytisins sem skilgreindu greiðslur vegna stuðnings og sérkennslu. Árið 1997 höfðu flokkarnir breyst nokkuð. Þá voru 42 alvarlega fötluð börn á leikskólum, 26 börn með meiriháttar fötlun og 148 með léttvæga fötlun. í báðum tilvikum voru þetta börn 0-5 ára. 8 Sjá skýrslur Dagvistar barna í Reykjavík 1985-1996 og fundargerðarbækur frá 1971-1987. 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.