Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 84

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 84
SKAPAR ÆFINGIN MEISTARANN? íyrir. Auk þess voru viðtöl tekin fyrir og eftir hvort æfingatímabil. Alls voru þetta því sex viðtöl við hvern þátttakanda. Hvert viðtal var um klukkustund að lengd. Við greiningu gagna var beitt innihaldsgreiningu (Patton 1987). Upp úr þeim voru unnar skrár og þær greindar. í tengslum við þá greiningu komu fram eftir- farandi þemu sem sjá má á Töflu 2. Tafla 2 Þemu sem fram komu við innihaldsgreiningu Fyrri reynsla - Væntingar - Sýn á kennarann í leit að fyrirmynd - Togstreita Tilhögun æfingakennslunnar Markmið kennsluréttindanáms við Háskóla íslands, eins og það er skilgreint í skýrslunni Innra mat á námi í Kennslufræði til kennsluréttinda (Gerður G. Óskarsdóttir 1996), er að veita fræðilega og verklega menntun fyrir verðandi greinakennara í efstu bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum. Undanfarin ár hefur sá háttur verið hafður á að væntanlegir nemendur skulu hafa lokið B.A.- eða B.S.-námi í grein áður en þeir hefja fullt nám í kennslufræði til kennsluréttinda sem er 26 vikna nám, eitt háskólaár, samtals 30 einingar. Þar af er æfingakennsla í fjórar vikur alls. Æfingakennslutímabil eru tvö, hvort á sínu misseri, þrjátíu kennslustundir, tvær vikur í senn í nóvember og mars. I fyrra skiptið fara nemar í æfingakennslu á unglingastigi en á vormisseri fara þeir í framhaldsskóla. Undirbúningur hefst á því að nemendur fara í heimsóknir í skóla. Skólaheimsóknir eru liður í að tengja námið við starfsvettvang og undirbúa nemendur þannig óbeint undir æfingakennsluna. Kennaranemar eru sendir tvisvar út í skóla til að fylgjast með kennslu í einn dag í senn. Einnig eru þeir í fjögurra daga dæmikennslunámskeiði í fámennum hópum, þar sem þeir æfa sig í að kenna hver öðrum og meta síðan kennsludæmin á mynd- bandi. Um það bil mánuði áður en æfingakennsla hefst fá þeir að vita nafn æfinga- kennara síns og skóla. Þá er ætlast til að nemar heimsæki æfingakennarann, fylgist með starfi hans og sitji í tímum til að kynnast nemendum og vinnuaðferðum æfingakennarans. Einn kynningarfundur er haldinn með æfingakennurum þar sem þeim er boðið að koma og ræða nánar um tilhögun æfingakennslunnar við kennara í kennsluréttindanáminu. Að öðru leyti er æfingakennurum í sjálfsvald sett hvernig þeir starfa með nemanum. Fulltrúi frá háskólanum (sem er yfirleitt kennari úr kennslufræði greina, en þeir gegna hlutverki eins konar umsjónarkennara) kemur einu sinni í heimsókn og situr í eina kennslustund og ræðir síðan við nema og æfingakennara. Meðan á æfingakennslu stendur halda nemar dagbók. Unnið er úr æfingakennslunni með stuttum einkaviðtölum við hvern nema auk hópumræðna. 82
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.