Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Qupperneq 86

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Qupperneq 86
SKAPAR ÆFINGIN MEISTARANN? Reynslan af vettvangi Alda var mjög niðurdregin eftir skólaheimsóknirnar. Kennslan var ekki eins og hún hafði búist við. Hún fann ekki þessar ákveðnu fyrirmyndir sem hún sóttist eftir. Alda hafði fylgst með nokkrum bekkjum og nokkrum kennurum og fannst tímarnir ekki áhugaverðir. Allt of mikill tími fór í að „ná nemendum niður". Málfræðiút- skýringar, sem fáir virtust hlusta á, voru áberandi en verst fannst henni áhugaleysi kennara. Þeir gerðu ekkert til að vekja áhuga að hennar mati. Svo endurtók sagan sig í næsta tíma. Einn kennari var með heraga. Það fannst Öldu ekki betra þótt harkan hafi virkað að því leyti að nemendur voru mjög stilltir. Skólaheimsóknir virtust því ekki færa Öldu margt jákvætt og hún sá ekki hugmyndir sínar um kennslu kristallast úti í skólunum. Á fyrra æfingakennslutímabilinu fór Alda til kennara sem var mjög vanur og talinn „góður kennari". Kennarinn talaði íslensku allan tímann sem gekk þvert á það sem mælt hafði verið með í kennaranáminu og jafnframt á hugmyndir Öldu. Hann hélt uppi mjög stífum aga, of stífum að mati Öldu. Kennslan var kennara- stýrð og mikill tími fór í að hlýða nemendum yfir heimalexíuna. Skömmu fyrir fyrra æfingakennslutímabil sagði Alda: Ég er orðin mjög stressuð fyrir pessa æfingakennslu ... Éger svo hrædd við að vera svona eins og þessir kennarar sem ég hef verið að horfa á, ... ég held ég neyðist til að vera sama gribban ... Svo veit maður að maður hefur ekki sömu skoðun og kennarinn. (A/2) Alda fór þannig í æfingakennsluna með neikvæðu hugarfari og bjóst ekki við góðu. Að æfingakennslunni lokinni taldi hún að æfingakennslan hefði ekki verið mjög lærdómsrík og bætt litlu við þá reynslu sem hún hafði fyrir. Það ríkti ekki traust á milli hennar og æfingakennarans og aðferðir hans gengu þvert á hugmyndir Öldu um góðan kennara. Hún taldi sig ekki hafa fengið hvatningu til að prófa eigin hug- myndir um kennslu og vantreysti börnunum til að ráða við þær. Ég fann að ég var alltaf að hugsa um einhver hópverkefni en svo hætti ég bara við það pvíbörnin eru ekkert vön að vinna íhópum. (A/3) Á vormisseri fór Alda í æfingakennslu í framhaldsskóla. Fyrirfram leið henni ekki vel, minnug fyrra tímabils. Hún taldi sig að vísu öruggari, að námið hefði fært henni fleiri hugmyndir og fannst jafnframt að eigin hugmyndir væru skýrari. Hún kenndi nú sjálfri sér að hluta til um hvernig fór um haustið. í haust gerði ég ekkert, ég var þarna bara. Ég gerði ekkert sem ég hefði sjálf viljað gera ... ég vissi líka ekki almennilega sjálfhvað ég vildi virkilega gera. (A/4) Æfingakennarinn á vormisseri hafði oft haft nema áður. Öldu leist ekki illa á hann sem persónu, fannst hann taka vel á móti sér, en taldi eftir samtal við hann að hún mundi heldur ekki í þetta skiptið fá tækifæri til að vera þessi kennari sem hún vildi vera. Hvernig á ég þá að geta verið þessi kennari sem ég vil vera pegar ég á að vera með sex stílatíma og tíu málfræðitíma. (A/4) Æfingakennarinn skynjaði þessa óánægju Öldu, hvatti hana til að koma með eigin hugmyndir og bauð henni að kenna hluta kennslunnar alveg eftir eigin höfði. Þar með fékk Alda tækifæri til að bera saman ólíka kennsluhætti. Annars vegar að 84
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.