Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 92

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 92
SKAPAR ÆFINGIN MEISTARANN? Það var ekki fyrr en rétt í lok æfingakennslunnar að hún fékk að reyna að kenna svolítið eftir eigin höfði og fannst þá að til þess skorti hana bæði áræðni og tækni. Hún hefði viljað fá fleiri tækifæri til að prófa sig áfram og meiri hvatningu frá æfingakennaranum til að vinna meira sjálfstætt. Ingu fannst hún vera eins og gestur í æfingakennslunni og þurfa að hegða sér sem slíkur, en mestu vonbrigðin voru að hún fékk ekki þjálfun í þeim kennsluaðferðum sem hún vildi þjálfast í. Ingu fannst þó æfingakennslan skila sér betri þekkingu á nemendum. SAMANTEKT Ýmsir fræðimenn, þar á meðal Kagan (1992), telja að auka þurfi þann tíma sem kennaranemar eru á vettvangi. Reynsla kennaranemanna, sem hér hefur verið lýst, bendir til þess að það sé ekki einhlítt. Nemarnir kenndu í tvær vikur í nóvember á unglingastigi. Svo virðist sem það tímabil hafi helst þjónað því hlutverki að vekja athygli þeirra og áhuga á nemendum. Kennaranemarnir höfðu ekki fengið neina kennslu í kennslufræði tungumála og virtist ganga illa að tengja almenna kennslu- fræði við kennslu í grein sinni. Ýmsar rannsóknir benda til (sjá t.d. Marso og Pigge 1989) að öll athygli kennaranema beinist í fyrstu að því að lifa af í kennslustofunni en Alda, Elín, og Inga virtust hafa mestar áhyggjur af skorti sínum á kennslufræði- legri þekkingu og hvernig þær ættu að miðla kennslugreininni. Hugsanleg skýring getur verið að við Háskóla Islands fer fram kennaramenntun þar sem sérgreina- kennsla er í brennidepli og því þurfi að taka sérstaklega tillit til þess við tilhögun námsins. Það virðist þurfa að tengja betur almenna kennslufræði og kennslufræði greina í skipulagi námsins, bæði með tilliti til þess hvenær þessi námskeið eru kennd, það er að segja að kennsla í þeim hefjist á sama tíma og einnig þarf að tengja betur inntak þeirra. Seinna æfingakennslutímabilið var í sjöunda mánuði af hinu níu mánaða námi. Nemarnir höfði lokið öllum verklegum námskeiðum og almennri kennslufræði. Þeir höfðu lagt stund á kennslufræði greinarinnar fimm tíma á viku í tvo mánuði. Því hefði seinna æfingakennslutímabilið átt að geta orðið hápunktur námsins þar sem nemar fengju tækifæri til að sýna þá kennslufræðilegu þekkingu sem þeir höfðu tileinkað sér í náminu. Engu að síður varð reynsla þeirra af æfingakennsl- unni mjög misjöfn sem helgaðist meðal annars af því hversu ólíkur bakgrunnur nemanna var og þar af leiðandi væntingar þeirra, hversu misjöfn hæfni þeirra var og hversu ólíka leiðsögn þeir fengu. Þrátt fyrir mismunandi bakgrunn voru allir nemarnir, sem hér greinir frá, að leita sér að fyrirmynd þótt sú leit væri ekki með sama sniði. Alda vildi fá að sjá kennara sem kenndi í samræmi við hennar persónulegu hugmyndafræði svo að hún gæti séð hvernig mætti útfæra hana í kennslunni. Þetta skýrir hin sáru von- brigði hennar bæði í skólaheimsóknum og í áheyrn hjá æfingakennurum sínum. Elín leitaði að fyrirmynd svo hún gæti farið og kennt eins, einhverjum til að herma eftir. Inga virtist í fyrstu ekki vera í neinni slíkri leit að fyrirmynd en þegar á hólminn var komið virðist ljóst að óánægja hennar með æfingakennarana var meðal annars sprottin af því að hún sá ekki í þeim neinar fyrirmyndir. 90
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.