Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Qupperneq 94

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Qupperneq 94
SKAPAR ÆFINGIN MEISTARANN? ekki fengið að reyna sig við nýjar kennsluaðferðir er líklegt að hún hefði haldið við yfirborðskenndri og einfaldri sýn sinni á kennarann og starfið. Inga var hjá kennara sem fylgdi nákvæmri kennsluáætlun sem ekki varð vikið frá og því ekkert rými fyrir „tilraunir". Málfræðin var þungamiðja kennslunnar og Inga þurfti að kenna á ákveðinn hátt og hafði ekki sömu tækifæri og hinar tvær til að prófa nýjar hugmyndir og byrja að þróa eigin kennslustíl. Á hana voru lagðar miklar hömlur. Hún hafði því að eigin mati ekki tækifæri til að nýta í æfingakennsl- unni nýjar aðferðir sem hún hafði verið að læra. Samkvæmt niðurstöðum Feiman- Nemser og Buchmann (1987) hefur slíkt úrslitaþýðingu um hvort kennaraneminn nær að dýpka skilning sinn á kennarastarfinu. Hollingsworth (1989:81) er sama sinnis: „Það virðist vera mikilvægt að skapa tækifæri og væntingar um að nemar geti notað meginhugmyndir sem kynntar hafa verið í aðferðafræðinámskeiðunum". Þetta vakti óöryggi hjá Ingu og ruglaði hana í ríminu. Henni fannst að hún hefði ekki verið búin undir þá kennslu sem beið hennar. Togstreitan verður hér of mikil og að æfingakennslu lokinni virtist hún litlu nær um kennslustíl sinn og hvaða kennsluaðferðum hún vildi í rauninni beita. Samskiptin við nemendur í æfingakennslunni sem margir telja að skipti öllu máli (sjá t.d. Kagan 1992) virðast ein sér ekki vera nægjanleg til að undirbúa verð- andi kennara á Islandi fyrir framtíðarstarfið. Feiman-Nemser og Buchmann (1987) hafa sett fram þá áleitnu spurningu hvað þurfi til að æfingakennsla verði kennara- menntun og eiga þá við það markmið kennaramenntunar að dýpka og efla skilning kennaranemans á hinum mörgu hlutverkum kennarans. Rannsóknin bendir til þess að seinni æfingakennslan hafi fært Öldu og Elínu nær því að skilja hið margbrotna hlutverk kennarans, enda litu þær báðar á þessa reynslu sem spennandi byrjun á langri vegferð. Þeim fannst hins vegar að þær væru rétt að byrja að átta sig á þessari nýju veröld, skólastofunni, þegar æfingakennslunni var lokið. Ingu fannst sjálfri að hún hefði ekki fengið það sem hún vænti úr æfingakennsl- unni. Líklegt verður að teljast að hún hafi æfst í verkstjórn og þjálfast í samskiptum við nemendur. Því að þrátt fyrir orð hennar má sjá augljós merki um að næmi hennar fyrir nemendum hafi aukist verulega þar sem heyra má að hún er hætt að tala um þá sem hóp en er farin að sjá þá sem einstaklinga. Eftir stendur þó að þeim væntingum, sem hún hafði til æfingakennslunnar, þ.e. að fá tækifæri til að vinna samkvæmt nýjum hugmyndum um kennsluaðferðir til að tengja og bera saman við hinar hefðbundu sem hún þekkti fyrir, var ekki fullnægt. I inngangi þessarar greinar voru settar fram nokkrar meginspurningar er snerta þátt æfingakennslu í kennaranámi: Fer lengd æfingatímabils og gæði æfingakennsl- unnar endilega saman? Hvernig tengjast fræði og framkvæmd þegar á vettvang er komið og hvaða áhrif getur samband æfingakennara og kennaranema haft á þá tengingu? Rannsóknarniðurstöður eru ekki einhlítar. Fyrra æfingakennslutímabilið virðist helst hafa þjónað því hlutverki að færa nemendur inn á landakort kennaranemanna og lengri æfingakennsla með svipaðan undirbúning hjá sömu æfingakennurum hefði sennilega litlu bætt við. Seinna tímabilið virtist vera mjög mikilvægt fyrir 92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.