Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 102
ÁHERSLUR í STARFI SKÓLASTJÓRA
Málefni nemenda
Málefni nemenda, þ.e. skipulagsvinna vegna félagsstarfa, fundir og almenn leið-
sögn og ráðgjöf við nemendur, lenti í þriðja sæti yfir tímafrek viðfangsefni skóla-
stjóra. Þetta viðfangsefni er ekki í marktæku sambandi við aðra þætti en nokkur
atriði eru þó athyglisverð. Þeir skólastjórar sem setja málefni nemenda í þriðja sæti
eru hlutfallslega flestir milli fimmtugs og sextugs. Þá virðist hlutfall þeirra skóla-
stjóra sem setja málefni nemenda í þriðja sæti fara lækkandi eftir því sem skólarnir
verða fjölmennari.
Fræðsluskrifstofa - ráðuneyti
Samskipti við fræðsluskrifstofu og ráðuneyti lentu í neðsta sæti yfir tímafrek við-
fangsefni stjórnenda. Hér er átt við fundi, nefndarstörf og skýrslugerð er tengist
stofnunum í umhverfi skóla, eins og fræðsluskrifstofu, skólaskrifstofu og mennta-
málaráðuneyti. Marktækt samband er á milli þessa viðfangsefnis og stærðar skóla. í
fámennustu skólunum, þ.e. skólum með innan við 50 nemendur, setja hlutfallslega
fleiri stjórnendur þetta viðfangsefni í neðsta sæti en í fjömennari skólum.
Ákjósanleg röðun viðfangsefna
Tæplega helmingur skólastjóra setti námskrárvinnu fremst í ákjósanlega forgangs-
röð verkefna. í öðru sæti lendir áætlanagerð og í því þriðja málefni nemenda.
Tengsl við fræðsluskrifstofu/ráðuneyti höfnuðu i neðsta sæti. Sé hugað að tengsl-
um þessa þáttar við bakgrunnsbreyturnar kemur eftirfarandi í ljós.
Námskrárvinna
Svo sem fram kemur í Töflu 1 telja skólastjórar námskrárvinnu mikilvægasta verk-
efni sitt. Marktækt samband er á milli námskrárvinnu og framkvæmda við skóla en
ekki er um að ræða marktækt samband við aðrar breytur.
Áætlanagerð
Þetta viðfangsefni töldu skólastjórar annað mikilvægasta viðfangsefni sitt. Ekki var
um marktækt samband að ræða milli þessa viðfangsefnis og annarra þátta, en veru-
legur munur var þó á svörum stjórnenda eftir aldri þeirra. Um þriðjungi fleiri
stjórnendur úr hópnum sextíu ára og eldri en úr hópnum 30-40 ára setti þetta við-
fangsefni í annað sæti. Hlutfallslega flestir þeirra stjórnenda sem settu áætlanagerð
í annað sæti voru annars vegar með innan við fimm ára starfsreynslu og hins vegar
sextán ára eða lengri. Talsverður munur var á svörum eftir fræðsluumdæmum.
Hlutfallslega flestir skólastjórar á Austurlandi settu þetta viðfangsefni í annað sæti
en hlutfallslega fæstir á Vestfjörðum.
Málefni nemenda
Þennan málaflokk töldu skólastjórar þriðja mikilvægasta viðfangsefni sitt. Hann
reyndist einnig vera í þriðja sæti í raunverulegri röðun. Ákjósanleg röðun og raun-
veruleg röðun viðfangsefna fór því saman hjá fjölmörgum skólastjórum hvað þenn-
100