Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 118

Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Side 118
NÁMSKRÁRGERÐ, NÁMSKRÁRFRÆÐI OG KENNARAR Skólanámskrám er ætlað að gegna öðru hlutverki en aðalnámskrá. í þeim er yfirleitt að finna útfærslu á markmiðum aðalnámskrár, en þær geta jafnframt tekið til allt annarra þátta og hafa ákveðið upplýsingagildi. Þættir sem skólanámskrá get- ur kveðið á um eru til dæmis kennsluhættir eða kennsluaðferðir, námsefni, skipu- lagning námsumhverfis, samstarf við foreldra o.s.frv. Þær eru eða verða líklega end- urskoðaðar árlega (Lög um framhaldsskóla 1996). Því má bæta við að gerð skóla- námskrár er að meira eða minni leyti í höndum skólanna eða kennaranna sjálfra. Námskrárgerð á íslandi, einkum skólanámskrárgerð, ræðst af því að kennarar og skólastjórnendur kunni talsvert fyrir sér í námskrárgerð, geri sér til dæmis grein fyrir grunnhugtökum innan námskrárfræða, hafi gott vald á umræðu um hug- myndafræði að baki skólastarfi, þekki til markmiðssetningar og tengingu mark- miða og námsmats svo eitthvað sé nefnt. Sú krafa endurspeglast beint eða óbeint í kröfu stjórnvalda um gerð skólanámskrár í grunn- og framhaldsskólum. Við endur- skoðun aðalnámskrár á grunn- og framhaldsskólastigi er jafnframt leitað eftir virkri þátttöku og umræðu kennara. Krafan um þekkingu kennara og skólastjórnenda á námskrárgerð helst í hendur við ríkjandi sjónarmið um fagmennsku kennara og mikilvægi þess að kennarar séu rannsakendur í starfi (Ólafur Proppé 1992, Berliner 1992). íslenskir kennarar eru virkir þátttakendur í þróunar- og matsverkefnum af ýmsu tagi þar sem oft er gert ráð fyrir að þeir hafi forsendur til að líta á eigið starf sem rannsakendur. NÁMSKRÁRRANN SÓKNIR Hvernig er staða námskrárfræða og námskrárgerðar hérlendis? Skoðum fyrst stöðu íslenskra námskrárrannsókna út frá hugmyndum Shorts (1993). Óhætt er að segja að verkefnin á fyrsta þrepi, þ.e. í námskrárgerðinni sjálfri, séu ærin. Nú fer fram endurskoðun aðalnámskrár á grunn- og framhaldsskólastigi, umræður eru um skiptingu náms í almennt nám og starfsnám, hugmyndir eru uppi um nýjar starfs- brautir, áhersla á starfsmenntun og símenntun og svo mætti lengi telja. Námskrár- fræðin getur, ef vel tekst til, dregið fram þær grundvallarspurningar í námskrár- gerðinni sem nauðsynlegt er að svara og verið leiðbeinandi um aðgerðir og ákvarð- anir. Rannsóknir á öðru þrepi, rannsóknarþrepi, sem eiga að þjóna sem þekkingar- grunnur fyrir skynsamlegar ákvarðanir eru fáar hérlendis og þörf fyrir mun fleiri. Vissulega má og á að leita fanga í erlendum rannsóknum, en ekki er síður brýnt að byggja upp þekkingargrunn um okkar séríslensku aðstæður á sviði námskrárgerðar og námskrárfræða. Námskrárfræði sem fræðigrein er ekki enn að finna innan íslenskra háskóla en þáttur námskrárfræða í kennaramenntun hefur þó farið vaxandi hin síðari ár og er það vel. Aukin aðsókn kennara í framhaldsnám getur hugsanlega einnig orðið til þess að rannsóknir á þessu sviði vaxi. Þekking á fræðasviðinu og hagnýting þess við ákvarðanatöku í skólamálum, svo og námskrárgerð, er mikilvæg fyrir ýmsar sakir. Menntakerfið er orðið flókið og viðamikið og erfitt að hafa þá yfirsýn sem nauðsynleg er. Breytingar á skólakerfinu varða mjög marga: nemendur, kennara, 116
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.