Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Síða 118
NÁMSKRÁRGERÐ, NÁMSKRÁRFRÆÐI OG KENNARAR
Skólanámskrám er ætlað að gegna öðru hlutverki en aðalnámskrá. í þeim er
yfirleitt að finna útfærslu á markmiðum aðalnámskrár, en þær geta jafnframt tekið
til allt annarra þátta og hafa ákveðið upplýsingagildi. Þættir sem skólanámskrá get-
ur kveðið á um eru til dæmis kennsluhættir eða kennsluaðferðir, námsefni, skipu-
lagning námsumhverfis, samstarf við foreldra o.s.frv. Þær eru eða verða líklega end-
urskoðaðar árlega (Lög um framhaldsskóla 1996). Því má bæta við að gerð skóla-
námskrár er að meira eða minni leyti í höndum skólanna eða kennaranna sjálfra.
Námskrárgerð á íslandi, einkum skólanámskrárgerð, ræðst af því að kennarar
og skólastjórnendur kunni talsvert fyrir sér í námskrárgerð, geri sér til dæmis grein
fyrir grunnhugtökum innan námskrárfræða, hafi gott vald á umræðu um hug-
myndafræði að baki skólastarfi, þekki til markmiðssetningar og tengingu mark-
miða og námsmats svo eitthvað sé nefnt. Sú krafa endurspeglast beint eða óbeint í
kröfu stjórnvalda um gerð skólanámskrár í grunn- og framhaldsskólum. Við endur-
skoðun aðalnámskrár á grunn- og framhaldsskólastigi er jafnframt leitað eftir virkri
þátttöku og umræðu kennara.
Krafan um þekkingu kennara og skólastjórnenda á námskrárgerð helst í hendur
við ríkjandi sjónarmið um fagmennsku kennara og mikilvægi þess að kennarar séu
rannsakendur í starfi (Ólafur Proppé 1992, Berliner 1992). íslenskir kennarar eru
virkir þátttakendur í þróunar- og matsverkefnum af ýmsu tagi þar sem oft er gert
ráð fyrir að þeir hafi forsendur til að líta á eigið starf sem rannsakendur.
NÁMSKRÁRRANN SÓKNIR
Hvernig er staða námskrárfræða og námskrárgerðar hérlendis? Skoðum fyrst stöðu
íslenskra námskrárrannsókna út frá hugmyndum Shorts (1993). Óhætt er að segja
að verkefnin á fyrsta þrepi, þ.e. í námskrárgerðinni sjálfri, séu ærin. Nú fer fram
endurskoðun aðalnámskrár á grunn- og framhaldsskólastigi, umræður eru um
skiptingu náms í almennt nám og starfsnám, hugmyndir eru uppi um nýjar starfs-
brautir, áhersla á starfsmenntun og símenntun og svo mætti lengi telja. Námskrár-
fræðin getur, ef vel tekst til, dregið fram þær grundvallarspurningar í námskrár-
gerðinni sem nauðsynlegt er að svara og verið leiðbeinandi um aðgerðir og ákvarð-
anir.
Rannsóknir á öðru þrepi, rannsóknarþrepi, sem eiga að þjóna sem þekkingar-
grunnur fyrir skynsamlegar ákvarðanir eru fáar hérlendis og þörf fyrir mun fleiri.
Vissulega má og á að leita fanga í erlendum rannsóknum, en ekki er síður brýnt að
byggja upp þekkingargrunn um okkar séríslensku aðstæður á sviði námskrárgerðar
og námskrárfræða.
Námskrárfræði sem fræðigrein er ekki enn að finna innan íslenskra háskóla en
þáttur námskrárfræða í kennaramenntun hefur þó farið vaxandi hin síðari ár og er
það vel. Aukin aðsókn kennara í framhaldsnám getur hugsanlega einnig orðið til
þess að rannsóknir á þessu sviði vaxi. Þekking á fræðasviðinu og hagnýting þess
við ákvarðanatöku í skólamálum, svo og námskrárgerð, er mikilvæg fyrir ýmsar
sakir. Menntakerfið er orðið flókið og viðamikið og erfitt að hafa þá yfirsýn sem
nauðsynleg er. Breytingar á skólakerfinu varða mjög marga: nemendur, kennara,
116