Uppeldi og menntun - 01.01.1997, Page 149
GÍSLI ÞORSTEINSSON
NÝSKÖPUN ARKEPPNIN
Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda hefur verið haldin í sex ár. Helsta mark-
miðið með henni er að hvetja ungmenni og skólafólk til þess að takast á við verkefni
á sviði nýsköpunar og vekja athygli á gildi nýsköpunarstarfs í grunnskóla fyrir
framtíð atvinnulífsins.
Eftir flutning grunnskólans til sveitarfélaga drógu fræðsluyfirvöld í Reykjavík
sig í hlé sem formlegur umsjónaraðili og við tók Kennaraháskóli íslands ásamt
Samtökum iðnaðarins, Tækniskóla íslands, Félagi íslenskra smíðakennara, Félagi ís-
lenskra iðnhönnuða og íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Fulltrúar þessara
aðila skipa samstarfshóp sem sér um skipulagningu og framkvæmd keppninnar
sem fjármögnuð er með framlögum frá opinberum aðilum.
Keppnin er auglýst á hverju ári í grunnskólanum og tileinkuð nemendum hans.
Þátttakendur senda inn teikningar og lýsingar á hugmyndum sínum sem síðan eru
flokkaðar og skoðaðar af sérstakri matsnefnd sem skipuð er sérfræðingum með
mikla reynslu á sviði uppfinninga og hönnunar. Lögð er áhersla á að finna hug-
myndir sem hafa nýnæmisgildi, eru gagnlegar samfélaginu og líta út fyrir að geta
orðið markaðsvara.
Eftir skoðun og mat eru hugmyndirnar sendar verðlaunanefnd, skipaðri fulltrú-
um frá atvinnulífinu, sem ákveða hvaða hugmyndir fá verðlaun. Veittar hafa verið
þrjár viðurkenningar, fyrir uppfinningar annars vegar og útlits- og formhönnun
hins vegar. Tækniskóli Islands hefur einnig verðlaunað hugmyndir er sýna sérstakt
tæknilegt innsæi hugmyndasmiðsins og síðast veittu Samtök iðnaðarins verðlaun
fyrir framleiðsluvæna hugmynd með því að styðja þróun hugmyndarinnar í fram-
leiðslu.
Samhliða verðlaunaafhendingu í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna hefur Félag
íslenskra smíðakennara séð um sýningu á frumgerðum af hugmyndum barna, sem
ýmist hafa verið smíðaðar í grunnskólanum eða keppninni.
Nýsköpunarkeppnin hefur vakið verðskuldaða athygli og hafa fjölmiðlar fjallað
ítarlega um hana. A síðasta ári bárust um eitt þúsund hugmyndir í keppnina frá
börnum um allt land og fjöldi var til sýnis. Forsætisráðherra afhenti verðlaun og
fékk um leið að gjöf frá tólf ára nemanda af
landsbyggðinni frumgerð af hugmynd er ber
heitið Þarfapingið og á að hjálpa ráðherranum við
að koma auga á félagsleg vandamál í þjóðlífinu.
TENGINGIN VIÐ ATVINNULÍFIÐ
Veturinn 1994-1995 gerði Tækniskóli íslands
tilraun til stofnunar þróunardeildar sem studd
var af atvinnulífinu og hafði það hlutverk að
þróa framleiðsluvænar hugmyndir frá börnum.
Þróaðar voru nokkrar frumgerðir sem vonandi
eiga eftir að líta dagsins Ijós sem gagnlegar
framleiðsluvörur.
147