Iðunn - 01.01.1889, Qupperneq 76
234
H. Trier:
kom til náms í skólann 15 ára gamall, en að
tveimur árum liðnum var hann orðinn kennari;
haun var hár og grannur og hraustlega vaxinn, með
haukfrán augu ; hann var þrekmikill og einbeittur;
vinnukraptar hans voru óþreytandi; hann var fram-
takssamur og verkséður, kjörinn til þess að stjórna ;
einbeittur mótstöðumaður alls slóðaskapar og ó-
reglu. Til þess að bæta úr brestum þeim, sem
voru á fyrirkornulagi skólans, vildi hann koma á
betra skipulagi, sparsemi og reglusemi, þótti
það ekki nærri nóg, að láta við það sitja, að rita
um það. En hinir kennararnir voru honum móthverfir;
fóru þeir fyrst hægt, fýldu við öllum tillögum hans, en
kváðu svo upp úr, þegar fram í sótti, og ónýttu allt
fyrir honum, þótt Pestalozzi styddi mál hans, því
honum fannst því meir til um þrek hans og dugn-
að, sem hann kynntust honum betur. Loks varð
Schmid að fara frá skólanum. Um það segir Pesta-
lozzi: »Mér var það sárasta hugraun, að þurfa að
láta hann fara, því ég elskaði hann eins og lífið í
brjósti mér. Hefði ég verið fertugur, þá hefði ég
farið með honum og byrjað á einhverju, sem mér
ekki hefði verið ofvaxið«. En nú varð ástand skól-
ans verra og verra; uú vár enginn sá, er með ráð-
deild og þreki tæki stjórntaumana, lieldur fór
stjórnleysið og ráðleysan dagvaxandi, og skuld
hlóðst á skuld ofan. Niederer var, eins og vant
var, stríðlyndur og óvæginn, og gramdist Pestalozzi
opt svo við hann, að hann réð sér ekki fyrir bræði,
og eirði þá engum, og bað svo eptir á auðmjúk-
lega um, að virða sér þetta til vorkunnar. það
var auðráðið, að ef nokkur ætti að geta bjargað