Iðunn - 01.01.1889, Side 79
Hinrik Pestalozzi.
237
menni til þess að styrkja til útgáfunnar, og við
hana áskotnuðust Pestalozzi, er þá var orðinn 72
ára gamall, 36,000 krónur; hann varð grátfeginn
gjöf þessari, og ánafnaði hann féð í ræðu, er hann
hélt á afmælisdag sinn, til þess að grafast eptir
hinum einföldustu meðulum til uppfræðslu og til-
sagnar, og hvernig þeim yrði varið heima fyrir, og
til þess að mennta kennara eptir þeim reglum og
til þess að stofna einn eða fleiri reynsluskóla fyrir
fátæk börn. Eæðu sinni lauk hann með þessum
orðum: »Verið allir vottar að því, að andi æsku
minnar, sá andi, hvers fyrsta blóm sprakk út í
»Ljónharði og Geirþrúði«, og sem náði fullum þroska
í »Hvernig Geirþrúður sagði til börnum sínum«,
sá andi lifir enn í mér. Já, hann lifir enn í mér
og ég lifi í honum, og mun lifa í honum til æfi-
loka«. Svo lifði hann nokkur ár í friði og velgengni.
Schmid stjórnaði skólanum í Yverdon með mesta
dugnaði; þar f grennd við var stofnaður skóli fyrir
börn fátæklinga. Pestalozzi fór að sýsla við ný ritstörf.
Bn rifrildið og illdeilurnar höfðu komið óorði á
skólann. Með vélum fengu óvinir Schmids því
komið í kring, að stjórnin rak Schmid úr landi,
þar eð hann væri útlendingur — hann var fæddur
í Tyrol—; eptir 5 ár var hætt við fátæklingaskól-
ann, þegar Pestalozzi vildi flytja hann að »Nýja-
bæ«, því þangað vildi ekkert af kennslubörnunum
fara. A 80. árinu varð Pestalozzi að hætta
kennslustörfum sínum. »Við það þannig að þurfa
að hætta, var mér sem ég sjálfur stytti mér aldur,
svo sámaði mér það«, sagði hann.
Iíann lifði enn rúm tvö ár; var hann þau ár-