Iðunn - 01.01.1889, Side 91
249
Sjálfs er höndin hollust.
eða aptur. »Hann getur ekki beðið einn hálfan
mánuð ! Hvað ætli hann segði, ef að hann vissi,
að jeg hef beðið í sjö, átta ár—ef hann vissi, að
jeg varð eins fljótlega ástfanginn af henni og hann,
og að jeg hef aldrei getað útrýmt þessari ást ?
Hvað skyldi hann gjöra, ef einhver tæki sig
til og giptist henni allt í einu, rjett fyrir snjáldr-
inu á honum, eins og Wittleday gjörði, þegar jeg
var að rembast við að finna upp ráð til þess að
kynnast henni ? Skyldi hann ekki álíta það held-
ur bjánalegt af mjer, að jeg þar á eptir við og við
gjörði mjer ferð til Eystri-Patten, bara til þess að
jeg gæti sjeð hana í svip — að jeg keypti Bose
Cottage, einungis til þess að geta verið nálægt
henni — að jeg hef dulið þetta eins og mesta
leyndardóm, og að mjer, tvö síðustu árin, hefir
fundizt jeg vera yngri en jeg í raun og veru er, af
því að mjer kom til hugar, að svo gæti farið, að
jeg á endanum næði í hana? Aumingja Eriðrik !
En, þegar öllu er á botninn hvolft, því skyldi hún
þá ekki eiga hann ? það er aldrei að vita, upp á
hverju kvennfólkið tekur; hann gengur líka miklu
betur í augun heldur en jeg, sem farinn er að eld-
ast. Ef svo fer, þá blessi guð þau bæði tvö, og sje
mjer líknsamur, karlgarminum !»
Majórnum varð litið yfir um til hússins á Wit-
tleday. Dyrnar stóðu upp á gátt. það var auð-
sjeð, að hið sfðasta af boðsfólkinu var að fara á
stað. Húsmóðirin fagra stóð 1 dyrunum; geisl-
arnir frá Ijósafjöldanum ljeku um hina grannvöxnu,
skrautbúnu konu. Hún sagði eitthvað við gestina,
sem voru að fara, og hló lítið eitt við; það ljet