Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Síða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Síða 8
82 Tímarit lögfræðinga verzlunarmálum og í öðrum málum, ef honum þykir þess þörf. Með sama hætti er dómara í opinberum málum heim- ilað að kveðja til tvo kunnáttumenn með sér til dómstarfa, þar sem honum þykir þess sérstök þörf, 3. mgr. 5. gr. Dómari á auðvitað sjálfur að valda lögfræðilegum efnum, en um mörg atriði önnur kann hann að bresta nauðsyn- lega þekkingu, t. d. um læknisfræðileg atriði í fóstureyð- ingarmáli, smíðaþekkingu í máli út af skipsbyggingu eða húsasmíði o. s. frv. 1 sambandi við þetta ákvæði standa svo allrækileg fyrirmæli í 8.—14. gr. um skyldu manna til að taka kvaðningu dómara til dómstarfa með honum, um dómhæfi þeirra og starf. Kvatt getur dómari kunn- áttumenn þegar að frumprófi loknu eða síðar. Hugsunin virðist vera sú, að naumast verði fyrr um það sagt, hvort kunnáttumanna muni vera þörf, enda megi þegar í frum- prófi verða ljóst, að sök sé engin eða að minnsta kosti sé sakarefni ekki svo vaxið, að meðdómenda sé þörf. Ann- ars hlýtur dómari að meta þörfina hverju sinni, og mun honum að jafnaði verða fremur lagt það til lasts, ef hann tekur ekki meðdómendur, en ef hann gerir það, svo fram- arlega sem við sakarefni eru atriði tengd, þar sem til úr- lausnar þarf þekkingu, sem löglærður maður með almennri þekkingu hefur ekki til brunns að bera. Vitanlega úti- lokar hluttaka sérkunnáttumanna í dómstarfi það ekki, að dómur þannig skipaður leiti álits annarra kunnáttumanna, t. d. læknaráðs, verkfræðingafélags o. s. frv. En dómur skipaður kunnáttumönnum stendur betur að vígi en lög- lærði dómarinn einn mundi gera, þegar meta skal sönn- unargildi álita annarra kunnáttumanna. Sjálfsagt getur það orðið álitamál, hvort taka skuli kunnáttumenn í dóm. Til þess er þó alls ekki nægilegt, þó að eitthvert einstakt sakaratriði sé svo vaxið, að sérkunnáttu eða sértæki þurfi til að leysa úr því, svo sem blóðrannsókn, vottorð læknis um áverka á manni, mat á örorku, efnarannsókn o. s. frv. Slíkar úrlausnir sérkunnáttumanna verður dómari venju- lega að leggja til grundvallar, eins og þær eru. Þær segja venjulega alveg nákvæmlega af eða á um tiltekið atriði.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.