Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Page 72

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Page 72
146 Tímarit loyf ræ&inga meðan á rannsókn stendur, og verjandi verður ef til vill síðan að fá frest til undirbúnings varnar. Ætlast er til þess, að verjandi beri slík atriði, sem nú voru nefnd, undir dómara þegar í fyrsta þinghaldi. En vitanlega má vera, að verjandi komizt fyrst að raun um þau, þegar hann kynnist slcjölum málsins. Og þá gæti hann sjálfsagt borið athugasemdir sínar og kröfur fram í næsta þinghaldi, enda gildir „eventualreglan" alls ekki í opinberum málum. Ef dómari synjar athugasemdum eða kröfum verjanda, þá getur hann venjulega kært til æðra dóms, en mál hvílir á meðan. En ef dómari tekur kröfur eða athugasemdir verjanda til greina, þá getur stundum farið svo, að málsmeðferð lúki, svo sem ef máli er vísað frá, eða ef það er hafið, enda felli æðri dómur ekki ályktun dómara úr gildi, eða að máli verði að fresta, t. d. til skip- unar meðdómenda eða annars dómara, ef inn reglulegi dómari hefur úrskurðað sig óhæfan til framhaldsrann- sóknar, útgáfu framhaldsákæru o. s. frv. Að þessum að- gerðum loknum verður ef til vill að veita verjanda frest til undirbúnings. Ef verjandi skilar ekki vörn á tilskild- um tíma, þá getur dómari sett honum af nýju hæfilegan frest, enda getur hann falið öðrum löghæfum manni vörn- ina, ef inn skipaði verjandi hefur dregið verk sitt óhæfi- lega lengi, 128. gr. Um skyldur verjanda annars, sjá 86. og 87. gr. Dráttur eða önnur brot verjanda varða refsingu sam- kvæmt 88. gr. og XIX. kafla laganna. Þegar vörn er fram komin og framhaldsrannsókn lokið, ef því er að skipta, þá tekur dómari mál til dóms, 1. málsgr. 125. gr. En vera má, að dómara virðist enn þurfa rann- sóknar um sakaratvik, er hann tekur að athuga skjöl máls- ins, og þá skal hann auðvitað láta hana fara fram. Gera skal verjanda við vart, svo að hann megi vera við rannsókn- ina. Að henni lokinni getur verið ástæða til flutnings framhaldsvarnar, og skal dómari jafnan veita aðiljum (verjanda eða ákærðum) kost á því. Síðan er mál tekið að nýju til dóms.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.