Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Side 90

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1951, Side 90
164 Tímarit lögfræöinga sjóði, er til hægðarauka veitt heimild til að leggja kröfu sína undir úrskurð dómara, þegar niðurfall rannsóknar eða ákæru hefur verið ákveðin, undir dóm héraðsdómara í op- inbera málinu á hendur aðilja eða í venjulegu máli í héraði. Ef refsimál er höfðað á hendur opinberum starfsmanni (dómara, lögreglumanni, fangaverði) fyrir refsiverð glöp, þá má auðvitað koma bótalcröfu að í því máli með venju- legum hætti. Annars má hafa uppi bótakröfu á hendur dómara í sambandi við áfrýjun aðalmálsins samkvæmt 2. málsgr. 34. gr. laga nr. 85/1936, en aðra, sem bótakrafa er á hendur gerð, má sækja í héraði með venjulegum hætti, nema ef til vill dómsmálaráðherra, sem kann að eiga að sæta dómi landsdóms. XVI. Sektir. Dómar og úrskurðir. A. 1 XIX. kafla er safnað reglum um réttarfarssektir. Af ákvæðum þeim er sérstök ástæða til að nefna það, að ef ávirðingar sakflytjenda og annarra fyrir dómi varða þyngri refsingu en sektum, þá verður að höfða refsimál á hendur þeim eftir almennum reglum, 162. gr., en sekt getur dómari ákveðið með úrskurði eða dómi í aðalmálinu, 159. gr. og 2. málsgr. 161. gr., enda má kæra sérstaklega slíka refsiákvörðun, 163. gr. B. I XX. kafla greinir um dóma og úrskuröi. Úrskurðir kallast, sem kunnugt er, þær ákvarðanir dómara í málum almennt, sem ekki binda enda á málsmeðferð, en ályktanir, sem binda enda á mál, dómur, sbr. 1. málsgr. 124. gr. Af ákvæðum þessa kafla skal einungis minnzt tveggja atriða: a. Aófararfrest skal í enga refsidóma setja, hvorki um refsingu né annað, nema í dóma eða úrskurði, þar sem að- ilja er dæmt að greiða sekt, 4. og 5. málsgr. 166. gr. b. Um verkan dóms í opinberum málum er nú berlega mælt í 168. gr. Má þar greina á milli: aa. Dómur leggur band á dómara sjálfan. Hann getur ekki breytt dómi, sem hann hefur kveðið upp, framar en segir í 2. málsgr. 195. gr. laga nr. 85/1936, sem til er vísað í 2. málsgr. 168. gr.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.