Hlín - 01.01.1926, Side 18
16
Hlln
konur, heldur einungis íslenskar konur. — Þriðju ræð-
una hjelt Ingibjörg Benediktsdóttir, Akureyri, og brýndi
hún fyrir konum þann sannleika, að ekkert mannlegt
væri okkur óviðkomandi.
Fundarstjóri var því næst kosin Rebekka Jónsdóttir,
ísafirði, og ritararar: Ingibjörg Benediktsdóttir og Hólm-
fríður Árnadóttir.
Var þá gengið til dagskrár og fyrsta málið: Pjóðfje-
lagsleg samvinna kvenna, tekið til umræðu. Framsögu-
maður málsins, Bríet Bjarnhjeðinsdóttir, flutti erindi um
málið.*
Klukkan 3 var fundarhlje og sameiginleg kaffidrykkja.
Klukkan 4 var fundur aftur settur. Fundarstjóri gat þess,
að fundinum hefðu borist tvö símskeyti og las þau upp.
Annað þeirra var frá frú Ouðrúnu J. Briem í Reykjavík
og hitt frá Alþjóða-kvenrjettindafjelagsfundi í Parísarborg.
Pá hófust umræður um erindi frú Bríetar. Til máls
tóku: Ingibjörg Skaptad., Hólmfr. Pjetursd., Ingveldur
Sigmundsd., Sigurl. Björnsd. — Samþykt tillaga frá B. B.
um að nefnd væri kosin, sem kæmi fram með tillögur
um, hvernig best yrði komið á samvinnu meðal kven-
fjelaga landsins, og skyldu þær tillögur ræddar síðasta
fundardag. Ingibjörg Benediktsdóttir stakk upp á að í
þessa nefnd væri valin ein kona úr hverjum landsfjórð-
ungi, og frú Bríet væri oddamaður nefndarinnar. Kosn-
ingu hlutu auk B. B.: Hólmfríður Pjetursdóttir, Steinunn
Hj. Bjarnason, Rebekka Jónsdóttir og Ingibjörg Skapta-
dóttir.
Annað fundarmál var Heimilisiðnaður. Halldóra Bjarna-
dóttir flutti erindi. Hún taldi málið vera stórmál, sem
hefði bæði þjóðmenningarlegt og hagsmunalegt gildi.
Uppástunga kom frá henni um nefndarkosningu, og yrði
sú nefnd starfandi þar til á næsta landsfundi árið 1930.
* Framsöguræða B. B. er birt á öðrum stað í ritinu.