Hlín - 01.01.1926, Blaðsíða 105
Hltn
103
að Gyðingar hafi hugsað öðru vísi en t. d. Forn-Grikkir
og eftir þeim Vesturlönd, þeir hafi notað alt aðra sönn-
unaraðferð, alt aðra rökfræði. Sönnun þeirra liggi í marg-
endurtekinni fuiiyrðingu hins sama.
Pessir menn kornasí að þeirri niöurstöðu, að mennirnir
sjeu að eðlisfari mjög ólikir. Til sjeu margar tegundir
manna, sem hver um sig hafi takmarkaða framþröunar-
möguleika, en ekki eins og sumir Darwinistar hjeldu fram,
ein tegund manna með óendanlega framþróunarmöguleika.
F*etta sannar raunar ekki beinlínis að kveneðlið sje
annað en karleðlið, en það styður þá skoðun að minsta
kosti. í hvarju er þá þessi mismunur fólginn?
Hann er fólginn í því, að þær öðlast þekkingu á hlut-
unum á annan hátt en karlar, eða ekki fyrst og fremst
með aðstoð vitsmunanna eða skynseminnar.
Jeg held, að engum, sem gerir sjer far um að kynna
sjer sálarlíf nianna og gerir sjer grein fyrir einkennum
þess, fái dulist þessi mismunur. Hans verður auðvitað
ekki jafn vart hjá öllum konum og körlum. Konur eiga
misjafnlega mikið kveneðli og kvenlegar gáfur og eins er
um karla, þeir eiga misjafnlega mikið karleðli. í öllum
er þetla eitthvað blandað. En allir, sem á annað borð
fara að hugsa um þetta, hljóta að verða varir nokkurs
eðlismunar.
Jeg trúi ekki öðru en flestir þeir karlar, sem hjer eru
inni, hafi einhverntíma deilt við konur. Aldrei kemur
þessi eðlismunur skýrar fram en einmitt þegar þær ætla
að færa sönnur á mál sitt. Jeg hygg, að karlmönnum
finnist minsta kosti oft sem þeim takist það ófimlega,
og rökin sjeu ekki altaf notuð eftir rjettum reglum hugs
unarinnar. Pað mun ekki vera óalgengt að þær noti full-
yrðingar í stað sannana eins og Semítarnir! Og oft hefi
jeg heyrt ungar stúlkur enda málsvörn sína alveg eins
og börn gera stundum þegar þau eru spurð, af hverju
eitthvað sje svona. F*á segja þær bara: »Af því.«