Hlín - 01.01.1935, Page 13
HUn
'11
binda sig til að láta börnin verða vel læs, áð'ur en þau
kæmu í skólana 10 ára gömul.
Eftirfarandi tillaga var borin fram af málshefjanda
og öllum fundarkonum veittur atkvæðisrjettur:
S. N. K. beinir þeirri áskorun til fræðslumála-
stjórnarinnar að hún hlutist til um það, að 7 ára börn
verði ekki gerð skólaskyld í heimavistarskóium án
þess að mæður landsins verði um það spurðar.
Tillagan var samþykt með öllum greiddum atkvæð-
um móti einu.
Fundarhlje var gefið frá kl. 3Vá til 5y2 og bauð
kvenfjelagið »Glæður« öllum fundargestum, sem þá
voru 50—60, til kaífidrykkju uppi í fögrum hvammi
ofan við þorpið. Voru þar fleiri gestir fjelagsins sam-
ankomnir,. þar á meðal nokkrir karlmenn. Veður var
hið fegursta og gleðskapur ýmislegur. Ræður haldnar,
sungið og konum flutt kvæði.
Kl. 5|/2 var fundur setttur að nýju.
7/úsmæðrafræösla.
Framsögu hafði formaður S. N. K. — Gaf hún kon-
um yfirlit um framgang þessara mála á sambands-
svæðinu, einnig skýrði hún frá því, að Kvenfjelaga-
samband íslands hefði haft þetta mál á stefnuskrá
sinni frá byrjun og barist fyrir stofnun kenslukvenna-
skóla í húsmóðurfræðum. — Þá mintist hún einnig á
hinn fyrirhugaða kvennaskóla á Laugalandi í Eyja-
firði, sem Kvenfjelagasamband Fram-Eyfirðinga hef-
ur beitt sjer fyrir. Taldi frummælandi mjög ánægju-
legt aö áhugi er vaknaður fyrir þessum málum hjá
kvenþjóðinni. Benti einnig á, hve nauðsynleg væru
lengri og skemri námsskeið í húsmæðrafræðum.
Engin tillaga kom fram í rnáhnu.