Hlín - 01.01.1935, Síða 54
52
títín
Brást forstöðukonan vel við, og sendi fjelaginu sem
kennara, konu mikia, bæði að andlegu og líkamlegu
atgervi, frú Magðalenu Sigurþórsdóttur. Er kona þessi
hjer stödd í dag og gefur yður, háttvirtu sýningargest-
um, á að líta ávextina af starfi hennar, fjögra vikna
starfi. — Þegar maður talar um ávexti,. dettur manni
vanalega í hug hlutir eða líkamir, fagrir álitum, og
svo er líka með þessa ávexti. — En hitt er þó ekki síð-
ur merkilegt, að þeir færa sjálíum nemendunum bæöi
líkamleg og andleg verðmæti. — Nemendurnir eiga
sína eigin vinnu og spara sjer þannig þá peninga, sem
þeir annars hefðu orðið að borga öðrum fyrir verkið á.
— En hið andlega gagn, sem námið hefur veitt þeim,
með bættum smekk og auknum skilningi á fegurð og
list, er eigi minna virði. Konurnar hafa á þessum
stutta tíma iðkað starfið að skwpa. Þær hafa aukið
manngildi sitt, þær vita að þær geta nú það sem þær
gátu ekki áður. Þær hafa þannig vaxið í eigin aug-
um og annara. Þá er heldur ekki þýðingarlítil sú á-
nægja og velvild, sem námi þessu hefur fyigt. T. d.
veit barnið, að mamma eða systir kunna nú að búa
til fallega hluti og góða, sem þær væru vísar til að
gefa því. Hið sama gæti pabbi, bróðir og vinur látið
sjer detta í hug. Með öðrum orðum, þetta merkilega
námsskeið gæti orðið til þess að tendra eld kærleik-
ans í allar áttir milli vina og vandamanna. Loks má
ekki ganga fram hjá hinu sjerkennilega við þetta
námsskeið, að nemendumir hafa verið á öllum aldri,
frá 15 ára til sjötugsaldurs. Þetta námsskeið sannar
því áþreifanlega hið fornkveðna, »að svo lengi lærir
sem lifir«.
Jeg óska því og vona að þetta námsskeið megi verða
eftirkomendunum sönn fyrirmynd, og að það megi
skoða það sem dálítinn vorboða breyttra og batnandi