Hlín - 01.01.1935, Side 87
Hlín
85
hinar frumstæðu þjóðir jarðarinnar hafa átt eða eiga,
þjóðir, sem stundum hafa verið kallaðar menningar-
snauðar. Til frumþjóða má rekja grundvöllinn að allri
andlegri og efnislegri þjóðmenningu vorra tíma. Það
er, segja vísindin, varla nokkurt atvik í lífi mannsins
frá vöggunni til grafarinnar, sem þessi frumstæða
menning ekki nær til, alt frá einföldustu grundvallar-
atriðum í sambúð manna, til fullkomnustu þjóðfjelags-
byggingar, þar með taldir aðaldrættir um lög, rjett og.
trúarbrögð.
Þeim vísindamönnum, sem fengist hafa við rann-
sókn á efnislegri og andlegrí þróunarsögu mannslík-
amans og mannsandans, hefur orðið efnið mjög hug-
stætt, þeir hafa lært að elska og virða hinar frum-
stæðu þjóðir og sögu þeirra. »Það er«, segir merkur
vísindamaður, »eins og að líta yfir blómum stráðan
völl, þar eru skrautblóm, ilmandi og litfögur, og önn-
ur tilkomuminni, en engu síður fögur og eftirtektar-
verð. Manni sýnist þetta blómahaf án upphafs og án
enda, en öllu lxefur því samt verið raðað í flokka og
kerfi. Sömu tilhögun hefur vísindamaðurinn notað
við niðurröðun efnis um líkamlegan og andlegan
þroska frumstæðra þjóða, sem lifa og lifað hafa til
og frá á hnettinum alt frá fyrstu tímum«.
Á óraleið vísindanna gegnum tíma og rúm hafa þau
komist að raun um hvaða verkfæri og verjur stein-
aldarmaðurinn hefur notað, áður en málmar þektust,
til að lengja arminn og þyngja höggið, til að gera sjer
einfaldasta skýli yfir höfuðið í hellum og trjábolum,
til að skafa og mýkja skinn og húðir, sem notaðar
voru til skýlis. — Hundrað þúsundir ára eru síðan
frumþjóðir jarðai’innar ristu myndir sínar í hella á
Indlandi og víðar, styrkir það vísindamanninn í þeirri
trú, að enginn þjóðflokkur hafi nokkuru sinni verið
gersneiddur listi'ænni tilhneigingu.