Hlín - 01.01.1935, Blaðsíða 91
Hlín
89
dauða, líf kynstofnsins var undir eldinum komið. —
Auk þess sem heilar þjóðir, svo sem Persar hinir
fornu, tilbáðu eldinn hreint og beint, þá hefur um
víða vei'öld verið hin mesta virðing og helgi á arineld-
inum og hann alt fram á vora daga alment verið tal-
inn meira virði en sá, sem kveiktur var á annan hátt.
Þegar Grikkir stofnuðu nýlendur til forna, tóku
þeir eld frá heimaarninum með sjer. En væri maður
neyddur til að útvega sjer eld, þá var hann ekki
kveiktur með eldstáli, sem þá þektist, heldur sóttur
langar leiðar á merka staði a. m. k. þegar sjerstaka
virðingu þurfti við að hafa eða erfikenningum að
fylgja.
Konungar Spartverja höfðu jafnan eldbera með sjer
á herferðum sínum og sá eldur var frá heimaarni, á
honum var helgi til sigurs. — Norðmenn fluttu eld frá
heimaarni með sjer til islands og fóru eldi um land-
nám sitt til að helga þaö. ■—Vestumusterið við Palatin-
arhæðina var miðdepill Rómaborgar hinnar fornu, þar
var ríkisaltarið með ævarandi eldi brennandi, þar fóru
fórnir fram, en Vestumeyjarnar hjeldu eldinum við.
Árlega 1. mars var eldurinn endurnýjaður, en ekki
mátti kveikja með eldstáli heldur með gömlu borunar-
aðferðinni, og prestarnir einir máttu framkvæma þá
athöfn, allir eldar voru eftir það við þennan eld
kveiktir. Nú er sá munur á, að katólska kirkjan kveik-
ir eld á páskadag. (»Hið eilífa ljós«), við það ljós
kveikja allir Ijós sín.
Allar þjóðir telja það skyldu þeirra sem eld eiga að
gefa hann eða lána. (Eða ætli nokkrum nútímamanni
kæmi til hugar að neita, jafnvel versta pólitíska and-
stæðingi sínurn, um eld í vindlinginn!).
Cicero segir í ræðum sínum um skylduna, að allir
sjeu skyldir að gefa eld. Plató gengur jafnvel svo
langt að segja, að maður eigi að gefa hann óvinum sín-