Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1889, Side 110
Stofnað fjelag með íslenzkum
kennurum.
Hinn 16. febrúar í ár lijeldu tuttugu kennarar
fund með sjer í Reykjavík, í peim tilgangi, að stofna
fjelag með íslenzkum kennurum bæði við æðri og lægri
menntunarstofnanii' landsins. Á þessum fundi var lcos-
in priggja manna nefnd, til að semja lög banda hinu
nýstofnaða fjelagi, og voru pessir kjörnir:
Dr. Björn M. Ólsen, adjúnkt,
pórhallur Bjarnason, dooent og
Jón fórarinsson, alpýðuskólakennari í Flensborg.
Á fundi liinn 23. febrúar s. á. var fjelagið stofnað með
nafninu „hiö íslenzka Jcehnarafjelag“, og samþykkt
handa gví svolátandi l'óg.
LUG
hins íslenzka kennarafjelags.
1. gr.
Tilgangur fjelagsins er, að efla menntun hinnar ís-
lenzku pjóðar, bæði alþýðumenntunina og hina æðri
menntun, auka samvinnu og samtök milli íslenzkra kenn-
ara og hlynna aðhagsmunum kennarastjettarinnar í öll-
um greinum andlegum og líkamlegum.
2. gr.
Fjelagið gefur út rit um uppeldis- og kennslumál,
svo fljótt sem því verður við komið, og fá fjelagsmenn
pað ókeypis. J>að heldur og málfundi til að ræða um
pau mál, er snerta tilgang fjelagsins, svo opt sem
hægt er.