Búnaðarrit - 01.06.1966, Blaðsíða 14
320
BÚNAÐAR HIT
gilslirepps 459, Nf. Biskupstungna 447, Nf. Hraungerðis-
lirepps 435 og Bf. ASaldæla 400. Eru þau öll í Eyjafirði
og Árnessýslu nema hið síðast talda í S.-Þingeyjarsýslu. I
9 af þessum 12 stærstu félögum er meðalnyt liærri eftir
árskú en meðaltal allra félaga á sama ári og í 8 hærri en
landsmeðaltal, ef reiknað er eftir meðalnyt og fitueining-
um cftir fulhnjólkandi kýr. Þannig er stærsta félagið, Nf.
öngulsstaðahrepps, hið 9. í röðinni miðað við nyt eftir
árskú, þ. e. meðalnyt 3623 kg, sem reiknast af 751 árskú.
Sýnir það árangur ræktunarinnar í þessum tveimur
stærstu kúahéruðum landsins, að afurðirnar þar skuli vera
svo miklar sem raun ber vitni.
Skýrt er frá útbreiðslu nautgriparæktarfélaganna eftir
héruðum og samböndum, ásamt meðalafurðum og kjarn-
fóðurgjöf, í töflu II. Eins og áður er S. N. E. stærst, miðað
við tölu félagsmanna og kúaeign. Að frátöldu hinu eina,
smáa félagi, sem starfar í A.-Skaftafellssýslu, þá er rneðal-
tal félaganna nú liæst í Eyjafirði, miðað við ársnyt og
fitueiningar fullmjólkandi kúa, en S.-Þingeyjarsýsla, sem
ofl liefur staðið fremst, fylgir nú fast á eftir og er liæst
með meðalnyt reiknaðra árskúa.
Fjöldi árskúa á hvern skýrslubaldara er 12,5 og liefur
aukizt um 0,8 frá fyrra ári. Flestar árskýr á bú eru í
Kjalarnesþingi 18,6, þá í Árnessýslu 16,3 og í Eyjafirði
15,7, en fæstar á Austurlandi og Vestfjörðum ásamt Dala-
sýslu 5,8.
Alls mjólkuðu 445 kýr yfir 20 þús. fe á árinu á móti 408
árið áður. Afurðahæsta kýrin, iniðað við fe, var Iljáhna 1,
Tungu neðri í Skutulsfirði. Mjólkaði hún 6573 kg mjólk-
ur með 5,16% mjólkurfitu, sem svarar til 33917 fe. Hún
var einnig afurðahæsta kýr nautgriparæktarfélaganna ár-
ið áður, og er nánar ritað um liana í Búnaðarriti 1965 lils.
460. Nythæsta kýrin, miðað við mjólkurmagn, var Lang-
brók 2, Þórisstöðum á Svalbarðsströnd, sem mjólkaði
6738 kg. Hún Jiafði hins vegar aðeins 3.29% feita mjólk,
svo að ársafurðirnar urðu 22168 fe. Skrá yfir þær kýr,