Búnaðarrit - 01.06.1966, Blaðsíða 198
504
b ii n a« a i! u rr
tölulega góðri 1. kálfsnyt, en vegna liinnar stutlu reynslu
og jiar eð ekki liöfðu nægilega margar daetur hans lokið
1. kálfs m jallaskeiðinu, var ekki hægl að dænia með
öryggi um kynbótagildi Kolfinns, og lilaut liann II. verð-
laun og biðdóm varðandi I. verðlaun, en var taliim standa
þeirri viðurkenningu mjög nærri. Á árinu 1965 lágu fyrir
gögn um meðal I. kálfsnyt 17 dætra Kolfinns. Höfðu |iær
m jólkað 2782 kg mjólkur með 3.96% feiti eða 11017 fe.
Leikur enginn vafi á, að Kolfinnur hefði lilotið I. verð-
laun, ef liann va:ri lifandi nú. Af sýndum dætrum lians
hlutu 3 III. verðlaun og 11 engin verðlaun.
Kýr, sem hlutu heiðursverðlaun
Ellefu kýr koniu til álita að liljóta heiðursverðlaun l'yrir
afkvæmi, en aðeins fjórar lilutu þessa miklu viðurkenn-
ingu, enda eru kröfurnar allstrangar. Var þess krafizt nú
eins og að undanfömu, að einungis kæmu til greina við
úthlutun’ þessara verðlauna kýr, sem sýndar væru ásamt
að minnsta kosti fjórum afkvæmum og hlytu ekki færri
en tvö afkvæmi I. verðlaim og önnur tvö 11. verðlaun.
Kýrnar, sem hlutu þessa viðurkenningu, voru Branda 2
Snorra Kristjánssonar, Krossum, Árskógsströnd, Eyja-
l'irði, Tinna 45 Ilarðar Garðarssonar, Rifkelsstiiðum, öng-
ulsstaðalireppi, Eyjafirði, Randalín 12 Jóhannesar Berg-
vinssonar, Áshóli, Grýtuhakkalireppi, Eyjafirði og Mcnja
41, félagshúinu Einarsstöðum, Reykdælahreppi, Snður-
Þingeyjarsýslu. Verður nxi hverrar gelið að nokkru.
Branda 2 er fædd 27. júlí 1951. Faðir liennar er Sjóli
N19, er var í eigu S.N.E. og hlaut I. verðlaun fyrir af-
kvæmi 1956 (sjá Búnaðarrit 1957, hls. 260). Hann var
sonur Loftfara N6 og Ljómalindar 17 á Skarði við Akur-
eyri, en hún var á sínum tíma metkýr ineð ársafurðir.
Móðir Bröndu 2 var Rauðka 16 ICristjáns E. Kristjánsson-
ar, Hellu, Árskógsslrönd. Glöggar upplýsingar um ættir
Rauðku 16 eru ekki fyrir liendi, en hún var góð mjólkur-