Búnaðarrit - 01.06.1966, Blaðsíða 112
418
BUNAÐARRIT
valinn á héraðssýningu sem einstaklingur með alhvíta
ull. Gulur á Hjartarstöðum var jafnbeztur veturgamalla
lirúta í hreppnum. Tveir I. verðlauna lirútar á öðrum
bæjum voru fæildir að Hjartarstöðum, og Blettur á
Hjartarstöðum átti tvo I. verðlauna syni á sýningunni.
NorðfjarSarlireppur. Þar voru sýndir 24 hrútar, 17 full-
orðnir, er vógu 98,9 kg og 7 veturgamlir, sem vógu 75,7
kg. Báðir aldursflokkar voru þyngri en jafnaldrar þeirra
1961, en mun færri lirútar mættu til sýningar að þessu
sinni. Fvrstu verðlaun hlutu 12 eða 50,0% sýndra hrúta.
Á héraðssýningu voru valdir Láki, Skorrastað og Gutti í
Skálateigi og hlutu þar háðir I. verðlaun B. I hreppnum
eru nokkrir allgóðir lirútar, en sumir rýrir. Sex I. verð-
launa lirútar á öðrum bæjum voru fæddir að Skorrastað,
var Jökull faðir þriggja þeirra. Hörður á Skorrastað átti
þrjá I. verðlauna syni á sýningunni, Bjartur einn son og
einn sonarson.
Helgustaðahreppur. Þar voru sýndir 18 lirútar, 9 full-
orðnir, er vógu 88,4 kg og voru því léttastir jafnaldra
sinna í sýslunni á þessu hausti, og 9 veturgamlir, sem vógu
67,9 kg. Báðir aldursflokkar voru í sem næst sama þunga
og jafnaldrar þeirra 1961, en röðun hrútanna var miklu
lakari. Fyrstu verðlaun lilutu aðeins 5 hrútar eða 27,8%
sýndra lirúta. Á héraðssýningu var valinn Spakur, Bjargi
og lilaut þar I. verðlaun B. Umsögn dómara um sýning-
una: Sýningin var fremur illa sótt, hrútar lélegir, léttir af
vanfóðrun. Bændur í sveitinni þurfa að fá sér betri lirúta.
Fáskrúðsfjar&arhreppur. Þar voru sýndir 79 hrútar,
62 fullorðnir, er vógu 90,8 kg og 17 veturgamlir, sem vógu
66,6 kg til jafnaðar. Þeir fullorðnu vora heldur þyngri
en jafnaldrar þeirra 1961, en þeir veturgömlu aðeins létt-
ari og léttari en veturgamlir hrútar í öðrum hreppum sýsl-
unnar á þessu hausti, og röðun hrútanna var lakari en á
síðustu sýningu. Fyrstu verðlaun lilutu 26 eða 32,9%
sýndra hrúta. Á héraðssýningu voru valdir af eldri lirút-
uin Tvistur, Kolfreyjustað, Fífill, Brimnesgerði og Dreki,