Búnaðarrit - 01.06.1966, Blaðsíða 244
550
BÚNAÐARRIT
fallinn, er sýningin var haldin. Voru sýndar margar álil-
legar dætur hans, og lilutu tvær þeirra I. verðlaun. Eru
Granadætur gerðarlegar kýr með sterkan lirygg og góða
bolbyggingu. Félagið á nú ekkert félagsnaut. Af 60 sýnd-
um kúm hlutu 5 I. verðlaun, en 2 á næstu sýningu áður.
Nf. Ytri-TorfuslaSahrepps. Félagið liefur ekki starfaö
nema fá ár, og lágu nú fyrir í fyrsta sinn afurðaskýrslur
yfir kúastofn félagsmanna. Nokkur uppgangur er í fé-
laginu, og á það vel ættað naut, Koll N156 frá Hvanneyri.
Má vænta þess, að það bæti kúastofninn, sem er mjög
sundurleitur, en það eru þó til nokkrar álitlegar kýr í
stofninum. Líkamsbyggingu kúnna er nokkuð ábótavant,
og er einkum malabygging þeirra slök. Af 73 kúm, sem
sýndar voru, hlutu 3 I. verðlaun.
Nf. Þverárlirepps. Þelta félag liefur einnig starfað
mjög stutt, og ræktun kúastofnsins skammt á veg komin.
Félagsmenn hafa lagt kapp á að útvega sér kynbótanaut
til að bæta stofninn. Þess er mikil þörf, því að þegar fé-
lagið hóf starfsemi sína, var mikið um lélegar kýr. Félag-
ið á nú kynbótanautið Laufa N154 frá Skálatanga, og má
vænta, að það bæti byggingu kúnna. Þar áður átti félag-
ið kynbótanautið Ása N 151 frá Ási í Leirár- og Mela-
sveit, sem fór að Búfjárræktarstöðinni á Blönduósi. Tvö
naut í einkaeign voru sýnd og hlutu ekki viðurkenningu.
Af 47 kúm, sem sýndar voru, hlutu 2 I. verðlaun.
Nf. Þorhelsliólshrepps. Félagið lióf starfsemi sína að
nýju fyrir 3 árum, og var þelta í fyrsta sinn síðan, sem
nautgripasýning var haldin í félaginu. Þótt félagið liafi
ekki starfað nú nema fá ár, liafa bændur í hreppnum
sinnt nautgriparækt um alllangt skeið, enda urðu úrslit
sýningar betri en í öðrum félögum í Húnavatnssýslum.
Eiga félagsmenn margar vel byggðar kýr, sem búa yfir
góðum mjólkureiginleikum, og sýndu mjög álitlega kúa-
bópa. Mun kúastofn félagsins vera kominn út af Dimrnu
á Jörfa, sem ættuð var úr Ólafsdal, en sonur liennar, Jörfi
eldri, var notaður af mörgum í Víðidalnum, og reyndusl