Búnaðarrit - 01.06.1966, Blaðsíða 111
HRÚTASÝNINCAR
417
fullorðnir, eða 27,3% sýndra Iirúta, og er það lægsta röð-
unartala, er um getur í liaust. Á héraðssýningu voru
valdir Ráki og Hörður, Eyrarteigi og Spakur, Lynghól,
Hörður hlaut I. verðlaun A, hinir B. Tveir I. verðlauna
lirútar voru synir Grána frá Litla-Sandfelli.
Vallahreppur. Þar voru sýndir 58 hrútar, 42 fullorðnir,
er vógu 93,7 kg og 16 veturgamlir, sem vógu 72,3 kg. Báð'-
ir aldursflokkar voru þyngri en jafnaldrar þeirra 1961 og
röðun hrútanna hetri. Fyrstu verðlaun hlutu 30 eða 51,7%
sýndra lirúta. Á héraðssýningu voru valdir Þokki Sf.
Norður-Valla, Roði, Arnkelsgerði, Kolur, Beinárgerði og
Sómi, Jaðri. Þokki og Sómi hlutu I. lieiðursverðlaun og
voru 7. og 10. í röð í þeim flokki, Roði og Kolur hlutu
I. verðlaun B. Þrír I. verðlauna hrútar voru fæddir að
Gilsá í Breiðdal, tveir að Holti í Þistilfirði, þrír að Sauð-
haga, tveir þeirra synir Kóngs, og tveir að Buðlunga-
völlum. Blakkur, Arnkelsgerði átti tvo I. verðlauna syni
á sýningunni.
Egilsstaðahreppur. Þar voru sýndir 8 lirútar, 7 full-
orðnir, er vógu 100,1 kg og einn veturgamall, sem vó 76,0
kg. Vænleiki lirútanna var svipaður og 1961. Fyrstu
verðlaun lilutu 4 eða 50,0% sýndra hrúta. Á héraðssýn-
ingu var valinn Sómi, Steinholti, til vara Brúsi, Ivolls-
staðagerði. Sórni lilaut I. verðlaun A. Tveir I. verðlauna
hrútar voru synir Goða í Kollsstaðagerði, en Goði var
fæddur að Geitagerði í Fljótsdal.
Ei'Salireppur. Þar var sýndur 41 hrútur, 28 fullorðnir,
er vógu 97,5 kg og 13 veturgamlir, sem vógu 74,9 kg til
jafnaðar. Báðir aldursflokkar voru til muna þyngri en
jafnaldrar þeirra 1961 og röðun þeirra miklu betri. Fyrstu
verðlaun hlutu 24 eða 58,5% sýndra lirúta. Á héraðssýn-
ingu voru valdir af eldri lirútum Prúður, Fljótsbakka, til
vara Hringur, Hleinargarði, Prúður hlaut I. verðlaun A,
af tvævetrum Spaði, Hjartarstöðum, er hlaut I. verðlaun
A og Húni, Breiðavaði, er lilaut I. heiðursverðlaun og var
15. í röð lirúta í þeim verðlaunaflokki. Valur, Mýnesi var