Búnaðarrit - 01.06.1966, Blaðsíða 256
562
BÚNAÐARRIT
um), 9 frá búi S. N. E. að Lundi, 8 frá Ingólfi Baldvins-
syni á Naustum og 7 frá Kotá. Flestar I. verðlauna dætur
áttu Fylkir N88 og Ægir N63, 5 hvor og Funi N48 og
Skjöldur Reykdal N3 4 livor. Hæstu einkunn fyrir bygg-
ingu lilaut Tinnudóttir 48 á Lundi, 84.5 stig.
Nd. Bf. SvalbarSsstrandar. Þar voru nú sýndar 132 kýr,
og hlutu 25 I. verðlaun. Var þátttakan svipuð og á næstu
sýningu áður, en færri kýr hlutu I. verðlaun nú lieldur
en þá. Starfsemi nautgriparæktardeildarinnar hefur þó
verið mjög góð, almenn þátttaka í skýrsluhaldi og fóðr-
un víðast ágæt. Af I. verðlauna kúnum voru 5 frá Þórs-
mörk. Meðal þeirra var sú kýrin, sem talin var bezt af
sýndum kúm í félaginu og eina kýrin, er nú hlaut I. verð-
laun af 1. gráðu. Hlaut eigandi liennar, Þór Jóliannes-
son, farandgrip, sem félagið veitti fyrir beztu kúna, og
er það í annað sinn, sem liann lilýtur þann grip hennar
vegna og í þriðja sinn í röð fyrir að eiga beztu kúna á
sýningum í félaginu. Kýr þessi er Stjarna 15, dóttir Kols
N1 og Bliku 9. Hefur hún mjólkað í 9,1 ár að ineðaltali
4805 kg með 4.06% feiti eða 19508 fe. Eitt naut í einka-
eign lilaut II. verðlaun, Brandur N168.
Nf. Grýtubakkahrepps. 1 þessu gamla félagi liefur
ríkt nokkur deyfð í ræktunarmálunum, en þó hefur ver-
ið um nokkra framför að ræða, enda liafa áhrif sæðing-
arstöðvarinnar á Lundi aukizt. Var þátttakan í sýning-
unum miklu meiri nú en áður, og af 119 sýndum kúm
Jilutu nú 15 I. verðlaun, og voni 4 þeirra á Ásliól og 3
á Lómatjörn. Ein kýr lilaut Jieiðursverðlaun, Randalín
12 í Áshól, og er liennar getið nánar liér að framan.
Eitt naut í einkaeign lilaut II. verðlaun, Móri N179.
BúnaSarsamband Suður-Þingeyinga
Nautgripasýningar voru lialdnar dagana 26. júní — 5.
júlí, en í Skútustaðahreppi fór sýningin fram 30. júlí.
Var sýningunni þar frestað, unz öllum öðrum sýningnm