Búnaðarrit - 01.06.1966, Blaðsíða 108
414
BÚNAÐARRIT
fullorðnir, er vógu 93,9 kg; og 22 veturgamlir, sem vógu
78,1 kg til jafnaðar. Vænleiki hrútanna var meiri en jafn-
aldra þeirra 1961, þeir veturgömlu nú 9,6 kg þyngri, en
röðun lirútanna eins og fyrir fjórum árum. Fyrstu verð-
laun hlutu 20 eða 30,3% sýndra hrúta. Á héraðssýningu
voru valdir af eldri hrútum Njörður og Hringur, Brekku
og Brúsi, Flúðum, til vara Prúður, Skóghlíð, Njörður
hlaut I. lieiðursverðlaun, var 11. í röð þeirra hrúta, Hring-
ur I. verðlaun A og Brúsi I. verðlaun B, af veturgömlum
Hákon, Fremraseli, er lilaut I. verðlaun A. Næstir á eftir
Hákoni dæmdust beztir af veturgömlum lieima í hreppn-
um Spakur, Hallfreðarstöðum, Sóti, Brekku og Kolur,
Heiðarseli. Fimm I. verðlauna hrútar á sýningunni voru
fæddir á Jökuldal. Njörður á Hallfreðarstöðum átti tvo
I. verðlauna syni. Sjö aðrir I. verðlauna lirútar eru ætt-
aðir frá ýmsum stöðum í Múlasýslum.
Fellahreppur. Þar voru sýndir 48 hrútar, 33 fullorðnir,
er vógu 91,2 kg til jafnaðar og voru léttastir jafnaldra
sinna í sýslunni á þessu liausti, og 15 veturgamlir, sem
vógu 73,4 kg og voru því þvngri en jafnaldrar þeirra í
lireppnum 1961. Röðun hrútanna var betri en fyrir fjór-
um árum, en mun færri lirútar mættu nú á sýningu.
Fyrstu verðlaun blutu 23 eða 47,9% sýndra hrúta. Á
héraðssýningu voru valdir af eldri hrútum Freyr, Egils-
seli, er hlaut I. verðlaun A og Hörður, Hafrafelli I. verð-
laun B, af tvævetrum Kubbur, Ormarsstöðum og Fífill,
Hafrafelli, til vara Egill, Fjallsseli. Kubbur og Fífill
hlutu háðir I. verðlaun B. Af veturgömlum hrútum
heima í hreppnum voru þessir taldir heztir Blakkur,
Forkur og Hjassi á Hofi og Bjartur á Refsmýri.
Fljótsdalshreppur. Þar var sýndur 81 hrútur, 54 full-
orðnir, er vógu 95,9 kg og 27 veturgamlir, sem vógu 76,1
kg. Þeir fullorðnu voru léttari en jafnaldrar þeirra 1961,
en þeir veturgömlu lieldur þyngri, röðun hrútanna var
nú mun betri en á síðustu sýningu, en þessi var ekki eins
fjölsótt og 1961. Fyrstu verðlaun hlutu 49 eða 60,5%