Búnaðarrit - 01.06.1966, Page 252
558
BÚNAÐARRIT
S. N. E. Hefur áður í greinum um nautgripasýningar á
þessu svæði verið skýrt ýtarlega frá starfsemi nautgripa-
ræktarfélaganna í liverri sveit, og verður að þessu sinni
látið nægja að geta um lielztu niðurstöður á sýningunnm.
Nf. Svarfdæla. I þessu félagi hafa orðið framfarir.
Starfaði félagið lengi í deildum og byggði nautgriparækt-
ina á aðkeyptum nautum, og gætti lengi vel lítilla álirifa
sæðingarstöðvar S. N. E., eftir að liún tók til starfa. Sýndi
félagið á fyrri sýningum mörg naut, sem notuð voru í
liinum ýmsu deildum þess, en nú var ekkert naut sýnt,
þar eð félagið tekur nú fullan þátt í starfsemi S. N. E.
Má vænta þess, að á næstu áruin gæti meir álirifa sæð-
ingarstöðvarinnar á nautgriparæktina í Svarfaðardal.
Að þessu sinni lilutu 54 kýr I. verðlaun, en 21 á næstu
sýningu áður. Voru 13 þeirra dætur nauta í eigu S. N. E.,
en liinar dætur fyrri félagsnauta, og voru Aspar NIO,
Brúnn N99 og Brandur N51 feður flestra þeirra. Af I.
verðlauna kúnum voru 8 í eigu Sveinbjörns Níelssonar
á Skáldalæk og 7 í eigu Sigurðar Ólafssonar í S.-Holti.
Allar sýndar kýr frá Skáldalæk lilutu I. verðlaun, og af
þeim voru 5 dætur Bleikar 21. Hefur Bleik 21 búið yfir
mikilli afurðasemi, sem dætur hennar liafa erft frá
lienni. Ein kýr kom til álita að bljóta lieiðursverðlaun,
en það var Kola 43, eign Óla Antonssonar á Hrísum.
Kola 43 er fædd 3. apríl 1955, dóttir Kols N1 og Kotu 36.
Með benni voru sýnd 4 afkvæmi, 3 dætur og einn sonur,
Gramur N176. Hlutu 2 afkvæmi IT. verðlaun, 1 I. verð-
laun og 1 engin. Bar nokkuð á júgurgöllum á dætrum
liennar, svo ekki kom til greina að veita lienni þessa
miklu viðurkenningu. Sjálf er Kola 43 mjög afurðaliár
gripur og ágætlega vel byggður. Hafði bún mjólkað í
6.3 ár að meðaltali 4684 kg með 3.94% feiti eða 18455 fe.
Iíún hlaut 84.0 stig fvrir byggingu.
Nf. Arskógsstrandar. J þessu félagi befur ríkt mikill
áliugi á ræktunarstarfinu, og bafa orðið örar framfarir.
Hlutu að þessu sinni 19 kýr I. verðlaun, og voru 5 þeirra