Búnaðarrit - 01.06.1966, Blaðsíða 146
452
BÚNAÐARRIT
Hólum, f. Þór 43, m. Freyja. Hnokki er þykkvaxinn,
sterkur og vel gerður hrútur, en nijög gulur á ull. Af-
kvæmin eru livít, liyrnd, nema 3 hníflótt og kollótt, gul á
liaus og fótum og flest dökkgul í skæklum og mörg með
hærur í ull. Hópurinn fríður og fjárlegur, með ágætt bak
og góða fætur og fótstöðu, en ærnar og gimbrarnar fremur
þunnar fram. Ærnar eru í meðallagi frjósamar og mjólk-
urlagnar, hrútlömbin iíkleg hrútsefni, en gimbrarlömbin
misjöfn að þroska og gerð.
Hnokki 68 hlaut III. ver'Slaun fyrir afkvœmi.
B. Hnöttur 73, eigandi Sigurður Eiríksson, Sauðanesi, er
lieimaalinn, f. Hnöttur 28, er hlaut II. verðlaun fyrir
afkvæmi 1963, sjá 77. árg., bls.432, m. Rót 1131. Hnöttur
er ágætlega gerð lioldakind. Afkvæmin eru hvít, liyrnd,
mörg dökkgul á haus og fótum, með þelmikla og yfirleitt
Iivíta og góða ull, framúrskarandi vel gerð og vöðvafyllt á
baki, mölum og í læruin, með góða fætur og fótstöðu.
Veturgömlu ærnar og gimbrarlömbin eru glæsileg ærefni,
hrútlömbin hrútsefni, 1 vetra synirnir vænleika hrútar.
Hnöttur var 4. í röð heiðursverðlauna hrúta á héraðs-
sýningunni.
Hnöttur 73 hlaut II. verölaun fyrir afkvœmi.
C Neisli 77, eigandi Sauðfjárræktarfélag Nesjamanna, er
frá Gilsá í Breiðdal, f. Norðri 31, m. Gráblá 99. Neisti er
livítur, hyrndur, stórglæsileg, jafnvaxin og vel gerð liolda-
kind. Afkvæmin eru livít, hyrnd, sum gulskotin í skæklum
og liærð í ull, en önnur með vel hvíta og góða ull, með
góða fætur og fótstöðu, hraustleg og fjárleg. Margar ærn-
ar og gimbrarlömbin eru ágætlega þroskamikil og vel
gerð, Iirútlömbin hrútsefni og tveir veturgömlu synirnir
álitlegir lirútar. Neisti lilaut I. heiðursverðlaun á héraðs-
sýningu.
Neisti 77 hlaut II. ver&laun fyrir afkvœmi.