Búnaðarrit - 01.06.1966, Blaðsíða 122
428
DÚNAÐAIÍRIT
hraustleg, sterkbyggð með ágæta fótstöðu. Bakvöðvi í
þynnra lagi og fullstuttur lærvöðvi á sumum. Synirnir
góðir I. verðlauna hrútar, sá eldri, Fífill, stóð á meðal
beztu lirúta á sýningu í hreppnum. Dæturnar virðast fr jó-
samar og mjólkurlagnar. Dúfa er ágætlega frjósöm og
mikil mjólkurkind.
Dúfa hlaut II. verðlaun fyrir afkvœmi.
Reyk jahre p pur
Þar var sýnd ein ær með afkvæmum, Sunna 17 Þórðar
Jónssonar, Laufahlíð, sjá töflu 3.
Tafla 3. Afkvæmi Sunnu 17, Laufahlíö
Móðir: Sunna 17, 11 v 70.0 102.0 20.0 127
Sonur: Freyr, 4 v, I. v 125.0 120.0 25.0 133
Dætur: 5 ær, 3-6 v., tvíl 60.8 95.4 19.0 129
Sunna, lv., geld 68.0 101.0 23.0 126
Sunna 77 er heimaalin, f. Salli frá Saltvík, m. Drottning
13, er hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi 1961, sjá 76. árg.
Búnaðarrits, bls. 223. Afkvæmin eru livít, hyrnd ljósígul
á Jiaus og fótum og nokkuð gul á ull, jafnvaxin og vel
gerð. Freyr er afburða góður lietju lirútur, ærnar frjósam-
ar og mjólkurlagnar, fótstaða ágæt og kynfesta mikil.
Sunna var einlembd 2 v. og 10 v. annars alltaf tvílembd,
en geld í ár. Hún liefur verið ágæt afurðaær.
Sunna 17 hlaut I. verðlaun fyrir afkvœmi.
Norður-Þingeyjarsýsla
I sýslunni voru sýndir 17 afkvæmahópar, 6 með hrútum
og 11 með ám.
Kelduneshreppur
Þar var sýndur einn hrútur og tvær ær með afkvæmum,
sjá töflu 4 og 5.