Búnaðarrit - 01.06.1966, Blaðsíða 103
III5ÚTASÝNINGAR
409
40,0% sýndra hrúta. Jafnbeztir vorn af eldri lirútum
Kubbur, Grímsstöðum, Grettir, Grímstungu og Ljómi,
Hólsseli, Ás, Grímstungu var beztur af tvævetrum lirút-
um. Tveir I. verðlauna hrútar voru ættaðir frá Yíðidal.
ÖxarfjarSarhieppur. Þar voru sýndir 62 lirútar, 37
fullorðnir, sem vógu 101,6 kg og 25 veturgamlir, er vógu
81,6 kg til jafnaðar og voru því þyngstir veturgamalla
hrúta í sýslunni á þessu hausti. Báðir aldursflokkar voru
heldur þyngri en jafnaldrar þeirra í hreppnum 1961, og
röðun hrútanna enn betri. Fyrstu verðlaun lilutu 42 eða
67,7% sýndra hrúta. Af eldri hrútum voru taldir beztir
Kati, Vestara-Landi, óvenju heilsteyptur einstaklingur,
Kútur, Skinnastað, samfeðra ICata, framúrskarandi jafn-
vaxinn holdalinaus, en með slæma ull, Þokki og Depill
í Klifshaga, af tvævetrum hrútum llrotti, Klifshaga, Ós,
Ærlækjarseli og Barði, Hafrafellstungu, af veturgömlum
Áli, Skógum, ís, Ærlækjarseli og Svanur, Hafrafellstungu.
Eftirtaldir feður áttu tvo I. verðlauna svni á sýningunni:
Gyllir 104, Leiri 105, Sjóli 115, Fífill, Katastöðum, Spak-
ur 10, Laxdal 169 og Ás 102. Fjórtán I. verðlauna lirútar
voru ættaðir úr Þistilfirði, þar af 9 frá Syðra-Álandi. 1
Öxarfirði eru nú samstæðir og glæsilegir hrútar.
Presthólahreppur. Þar voru sýndir 89 hrútar, 60 full-
orðnir, sem vógu 96,5 kg og 29 veturgamlir, er vógu 76,1
kg að jafnaði og voru því léttastir veturgamalla hrúta í
sýslunni að þessu sinni. Vænleiki hrútanna var svipaður
og jafnaldra þcirra 1961, en röðun þeirra betri. Fyrstu
verðlaun lilutu 45 eða 50,6% sýndra hrúta. Jafnbeztir af
eldri hrútum voru í Núpasveit Sólon Sf. Núpsveitunga
og Dropi, Efri-Hólum, úti á Sléttu Oddur, Miðtúni, Máni,
Leirhöfn og Kútur, Blikalóni, af tvævetrum lirótum í
Núpasveit Bjartur, Einarsstöðum, metfé, i'iti á Sléttu Þór,
Sandvík og Peli, Leirhöfn, af veturgömlum í Núpasveit
Garri, Einarsstöðum, metfé, úti á Sléttu Púði og Nári,
Leirhöfn og Ringó, Blikalóni. Dvergur 54 átti 6 I. verð-
launa syni á sýningunni, Prúður 52 3 og eftirtaldir lirút-