Búnaðarrit - 01.06.1966, Blaðsíða 104
410
BUNAÐAIIRIT
Nói 50, 5 v. Árna P. Lund, Miótúni, Presthólahreppi.
Ljósm.: Árni G. Pétursson.
ar 2: Lokkur 71, Bolli 19, Köggull, Hóli og Goði, Efri-
Hólum, sjö I. verðlauna hrútar voru ættaðir úr Þistilfirði.
I Presthólahreppi eru þó nokkrir iirvalsgóðir lirútar.
Svalbarðshreppur. Þar voru sýndir 58 lirútar, 40 full-
orðnir, er vógu 102,8 kg og 18 veturgamlir, sem vógu 79,1
kg til jafnaðar. Þeir fullorðnu voru þyngstir jafnaldra
sinna í sýslunni á þessu hausti og svipaðir að vænleika
og jafngamlir lirútar í hreppnum 1961, en þeir vetur-
gönilu léttari. Fyrstu verðlaun hlutu 40 eða 69,0% sýndra
lirúta. Jafnbeztir af eldri hrútum voru taldir Uni, Laxár-
dal, Sjóli, Syðra-Álandi, Fífill og Ómar, Ytra-Álandi, af
þriggja vetra hrútum Ljómi, Ylra-Álandi, Laxi, Gunnars-
stöðum og Dreyri, Holti, af tvævetlingum Prúður, Syðra-
Álandi, Sindri og Gaukur, Holti, af veturgömlum Barði,
Ytra-Álandi, Sindri, Syðra-Álandi, ICútur, Holti og Máni,
Laxárdal. Ullarbeztir voru Sindri og Gaukur í Holti, Laxi
á Gunnarsstöðum og Runni Sf. Þistils. Hrútar af vestur-