Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2009, Síða 94

Andvari - 01.01.2009, Síða 94
92 SVEINN EINARSSON ANDVARI saman þá frægu bók Dóná, þar sem hann siglir í gegnum menningarsögu Evrópu, og hefur verið orðaður við Nóbelsverðlaun. Þessi nýja bók Magris er mjög margslungið skáldverk, því að ekki er nóg með að höfundur slengi þar saman tveimur tímaskeiðum í mannkynssögunni og tveimur persónum sem eru eins og klónaðar líkt og Dolly, heldur tvinnar hann inn í vefinn goðsögunni um Jason og gullna reyfið. Þó að söguhetjurnar lifi á ólíkum tíma, upplifa þær sig sem eina persónu. Lífsatvik eru ekki ólík, annar flækist milli Tasmaníu og Trieste á dögum ítalskra fasista, Stalíns og Títós, hinn er Jörundur okkar milli Danakonungs og Bretlandskonungs; báðir verða leiksoppar pólitískra yfirráðastefna og átaka, sem þeir ráða lítt við, þó að báðum gangi til ákveðin réttlætiskennd. Bókin heitir / blindni, Alla cieca, og segir það sitt. Hvorugur ræður sínum örlögum. Þessi saga er bæði skáldleg í texta og heimspekilega hugsuð, með tilvitn- unum út og suður í sögur og sagnir að postmódernum hætti og auðvitað gerólík umfjöllun íslensku skáldanna, þó ekki sé nema vegna þess að þeir einblína á hundadagana og þann Jörund sem þar birtist, en Magris er að segja dæmi- sögu sem í kjarna sínum ræðst að andstæðunum, einstaklingi með óstýriláta frelsisþrá og réttkætiskennd í leit að samkennd, hins vegar samfélaginu þar sem byltingin snýst upp í andhverfu sína og étur börnin sína. Báðir verða þeir refsifangar á Tasmaníu, Salvatore Cippico og Jörgen. Þegar Jörundur lýsir sér á elliárunum heitir það hjá Magris: „Allir þekkja mig, manninn sem sendi fyrsta harpúninn í hval í ármynni Derwentfljóts, landmælingamanninn sem teiknaði upp Brass-sund, hermanninn sem barðist við Waterloo, ég segi refsi- föngunum frá undirheimum Lundúnaborgar og siðleysinu í Newgate-fangels- inu, ég segi trúboðunum frá guðfræðinámi mínu og fólkinu sem ég sneri til réttrar trúar á Tahiti; ég mæli með ýmsum lækningakúrum fyrir þá sjúku, ég slæ í spil með sjómönnunum og tapa fé, forvitnast um höfundarlaun vegna bóka minna, greiðslur sem ég aldrei fæ, grennslast fyrir um danska verslunar- ráðið fyrir Suðurhöf, sem aldrei er opnað, um rit mín sem menn halda áfram að hunsa, um opinberar skuldir og þá innfæddu“. - Hann fjölyrðir reyndar ekki um þá innfæddu, en sannleikurinn er sá, að hann hafði af því tekjur að reyna að útrýma þeim; þetta hét að flytja siðmenninguna og framfarirnar á þessar suðrænu slóðir. Meira hélt hann á lofti sinni stuttu konungsævi og því að hann átti þátt í að stofna til höfuðstaðar Tasmaníu, Hobart. Já, hvernig var Jörundur? Jón Þorkelsson viðhefur allt í einu þessi orð í bók sinni um Jörund (1894), eftir að hafa leitt getum að því að upphafsmað- ur ævintýrsins hafi verið tólgarkaupmaðurinn Samuel Phelps: „Enda hefir Phelps vitað þar hvað hann saung, því að Jörundur var ótrauður í alt og mesti braskari. Það lítur út fyrir, að það hafi verið töluvert efni í honum, og Hooker segir að hann hafi verið gáfaður maður og má það vel vera, en hvorki var hann vitur maður né forsjáll, enda lítill auðnumaður jafnan. Illmenni hefir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.