Andvari - 01.01.2009, Qupperneq 94
92
SVEINN EINARSSON
ANDVARI
saman þá frægu bók Dóná, þar sem hann siglir í gegnum menningarsögu
Evrópu, og hefur verið orðaður við Nóbelsverðlaun.
Þessi nýja bók Magris er mjög margslungið skáldverk, því að ekki er nóg
með að höfundur slengi þar saman tveimur tímaskeiðum í mannkynssögunni
og tveimur persónum sem eru eins og klónaðar líkt og Dolly, heldur tvinnar
hann inn í vefinn goðsögunni um Jason og gullna reyfið. Þó að söguhetjurnar
lifi á ólíkum tíma, upplifa þær sig sem eina persónu. Lífsatvik eru ekki ólík,
annar flækist milli Tasmaníu og Trieste á dögum ítalskra fasista, Stalíns og
Títós, hinn er Jörundur okkar milli Danakonungs og Bretlandskonungs; báðir
verða leiksoppar pólitískra yfirráðastefna og átaka, sem þeir ráða lítt við, þó
að báðum gangi til ákveðin réttlætiskennd. Bókin heitir / blindni, Alla cieca,
og segir það sitt. Hvorugur ræður sínum örlögum.
Þessi saga er bæði skáldleg í texta og heimspekilega hugsuð, með tilvitn-
unum út og suður í sögur og sagnir að postmódernum hætti og auðvitað gerólík
umfjöllun íslensku skáldanna, þó ekki sé nema vegna þess að þeir einblína
á hundadagana og þann Jörund sem þar birtist, en Magris er að segja dæmi-
sögu sem í kjarna sínum ræðst að andstæðunum, einstaklingi með óstýriláta
frelsisþrá og réttkætiskennd í leit að samkennd, hins vegar samfélaginu þar
sem byltingin snýst upp í andhverfu sína og étur börnin sína. Báðir verða þeir
refsifangar á Tasmaníu, Salvatore Cippico og Jörgen. Þegar Jörundur lýsir sér
á elliárunum heitir það hjá Magris: „Allir þekkja mig, manninn sem sendi
fyrsta harpúninn í hval í ármynni Derwentfljóts, landmælingamanninn sem
teiknaði upp Brass-sund, hermanninn sem barðist við Waterloo, ég segi refsi-
föngunum frá undirheimum Lundúnaborgar og siðleysinu í Newgate-fangels-
inu, ég segi trúboðunum frá guðfræðinámi mínu og fólkinu sem ég sneri til
réttrar trúar á Tahiti; ég mæli með ýmsum lækningakúrum fyrir þá sjúku, ég
slæ í spil með sjómönnunum og tapa fé, forvitnast um höfundarlaun vegna
bóka minna, greiðslur sem ég aldrei fæ, grennslast fyrir um danska verslunar-
ráðið fyrir Suðurhöf, sem aldrei er opnað, um rit mín sem menn halda áfram
að hunsa, um opinberar skuldir og þá innfæddu“. - Hann fjölyrðir reyndar
ekki um þá innfæddu, en sannleikurinn er sá, að hann hafði af því tekjur að
reyna að útrýma þeim; þetta hét að flytja siðmenninguna og framfarirnar á
þessar suðrænu slóðir. Meira hélt hann á lofti sinni stuttu konungsævi og því
að hann átti þátt í að stofna til höfuðstaðar Tasmaníu, Hobart.
Já, hvernig var Jörundur? Jón Þorkelsson viðhefur allt í einu þessi orð í
bók sinni um Jörund (1894), eftir að hafa leitt getum að því að upphafsmað-
ur ævintýrsins hafi verið tólgarkaupmaðurinn Samuel Phelps: „Enda hefir
Phelps vitað þar hvað hann saung, því að Jörundur var ótrauður í alt og mesti
braskari. Það lítur út fyrir, að það hafi verið töluvert efni í honum, og Hooker
segir að hann hafi verið gáfaður maður og má það vel vera, en hvorki var
hann vitur maður né forsjáll, enda lítill auðnumaður jafnan. Illmenni hefir